Fundargerð stjórnar #224

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, föstudaginn 27. nóvember kl. 11:00 var haldinn 224. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Þátt tóku:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri og Bjarni Freyr Bjarnason.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Ingvar Stefánsson fjármálastjóri lagði fram og kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun 2016 og 5 ára áætlun 2017-2020. Áætlanir hafa verið endurskoðaðar vegna breytingar á forsendum fjárhagsáætlunargerðar frá Reykjavíkurborg.

 

Stjórn samþykkir framlagða áætlun í samræmi við breyttar forsendur en leggur áherslu á að rekstrarleg áhrif hinna breyttu forsendna hafa ekki verið rýnd í þaula. Því kann að koma til þess að áætlanirnar verði endurskoðaðar á gildistíma þeirra.

Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon sitja hjá við afgreiðslu málsins.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11:15.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug María Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Gylfi Magnússon,

Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: