Fundargerð stjórnar #222

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, föstudaginn 6. nóvember kl. 13:00 var haldinn 222. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Þátt tóku:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig tók þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri,  Ásgeir Westergren, forstöðumaður áhættustýringar og Guðrún Erla Jónsdóttir, verkefnisstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Ásgeir Westergren lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu um arðgreiðsluskilyrði. Tillögunni fylgir greinargerð. Umræður.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir breytingu á fjárhagslegum skilyrðum til arðgreiðslna eftir árið 2016. Jafnframt getur greiddur arður orðið að hámarki 50% af hagnaði hvers árs samkvæmt ársreikningum á tímabilinu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga að endurskoðaðri áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.

 

  1. Lagt fram minnisblað um mótaðilaáhættu vegna Norðuráls.

 

  1. Lagðar fram upplýsingar um æfingu neyðarstjórnar sem haldin verður 12. nóvember n.k.

 

  1. Lögð fram skýrsla um framfylgd eigendastefnu.

 

  1. Önnur mál:

 

  • Kjartan Magnússon óskaði upplýsinga um prósentuskiptingu heitavatnsreikninga og hvort að breyting hafi orðið á framkvæmd þar um.

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:40

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Gylfi Magnússon,

Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir,Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: