Fundargerð stjórnar #221

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 26. október kl. 13:15 var haldinn 221. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir og Helgi Haukur Hauksson.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerð SF 220 staðfest og undirrituð.

 

 1. Ásgeir Westergren, forstöðumaður áhættustýringar kynnti tillögu að fjárhagsreglu. Einnig mættu á fundinn Einar Pálmi Sigmundsson og Ellert Guðjónsson frá HF Verðbréfum og kynntu tillögur að fjárhagsskilyrðum. Umræður.

 

Brynja Kolbrún Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og áætlana lagði fram áhættuskýrslu, dags. 30. 9. 2015.

 

 1. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismála dags. 23. október 2015. Umræður.

 

 1. Bjarni Bjarnason gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samfélagsábyrgð OR. Umræður.

 

 1. Innri endurskoðandi lagði fram og kynnti eftirfarandi málefni:

 

 • Lögð fram svohljóðandi tillögu varðandi heimild til aukinna kaupa á ráðgjafaþjónustu árið 2015:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sef samþykkir að innri endurskoðun fyrirtækisins sé heimilt að nota allt að 1 m.kr. umfram útkomuspá ársins 2015 til kaupa á ráðgjafaþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

 • Tillaga að stefnu og árangursmælikvarða fyrir innri endurskoðun.
 • Lokaskoðun til stjórnar OR varðandi ábendingar í skýrslu úttektarnefndar um stefnu stjórnar OR gagnvart dótturfélögum.
 • Niðurstöður úr innra gæðamati.
 • Minnisblað um starfsemi innri endurskoðunar.

 

 1. Bjarni Bjarnason kynnti græn vottorð/upprunaheimildir. Umræður.

 

 1. Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar lögð fram og kynnt. Umræður.

 

Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir óska bókað:

 

Við minnum á þá tillögu, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu á síðasta kjörtímabili um að gögn, sem lögð eru fram á fundum stjórnar OR, verði gerð opinber með sama hætti og gögn, sem lögð eru fram í stjórnsýslu eigendasveitarfélaga fyrirtækisins, nema stjórn ákveði annað. Um skeið hefur Akranesbær veitt aðgang að slíkum gögnum á heimasíðu sveitarfélagsins með viðkomandi fundargerðum og hefur það fyrirkomulag gefið góða raun. Er þessi tillaga hér með ítrekuð.

Á síðasta kjörtímabili samþykkti stjórn Orkuveitunnar tillögu Sjálfstæðisflokksins um að allar fundargerðir stjórnar frá stofnun fyrirtækisins árið 1999 yrðu opinberaðar og gerðar almenningi aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins. Nú er einungis að finna fundargerðir til ársins 2010 á heimasíðunni og er óskað eftir upplýsingum um hvort og þá hvenær ætlunin sé að bæta úr því í samræmi við áðurnefnda samþykkt.

 

 1. Skýrsla forstjóra um starfsemi á milli stjórnarfunda lögð fram og kynnt. Umræður.

 

 1. Önnur mál.

 

Valdís Eyjólfsdóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

 

 1. Mun nýja aðveitustöðin auka afhendingaröryggi rafmagns á Akranesi og koma í veg fyrir rafmagnsleysi eða stytta verulega tíma sem rafmagn getur dottið úr? Gott væri að fá nánari upplýsingar um hvað mun breytast.

 

 1. Ef nýja aðveitustöðin kemur ekki í veg fyrir rafmagnsleysi, með hvaða hætti væri hægt að tryggja betur að Akranes þurfi ekki að líða svona langt tímabil án rafmagns, líkt og gerðist 22.okt.?

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Helgi Haukur Hauksson, Kjartan Magnússon,

Marta Guðjónsdóttir, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: