Fundargerð stjórnar #220

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 5. október kl. 17:00 var haldinn 220. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð SF 219 staðfest og undirrituð.

 

2.      Forstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu um boðun reglulegs eigendafundar í nóvember nk.:

 

Stjórn heimilar forstjóra að boða til reglulegs eigendafundar í nóvember að höfðu samráði við eigendur.

Samþykkt.

 

3.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram að nýju með breytingum og kynnti umhverfis- og auðlindastefnu, sem kynnt var á SF 219.

Samþykkt.

 

Haraldur Flosi Tryggvason kom til fundarins kl. 17:30.

 

4.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, lagt fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismála dags. 1. október 2015. Umræður

 

5.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Bjarni Freyr Bjarnason, lögðu fram og kynntu fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun 2017-2021. Umræður.

Ákveðið að stjórnarmenn fari yfir tillöguna og að hún verði borin rafrænt undir atkvæði þann 12. október 2015.

 

[Þann 12. október 2015 var viðhöfð rafræn atkvæðagreiðsla þar sem fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun 2017-21 var samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon sátu hjá.]

 

6.      Fjármál.

·         Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra eða framkvæmdarstjóra fjármála að ganga til samninga og undirrita samninga og önnur nauðsynleg skjöl um yfirdráttarlán á veltureikningum, viðskiptasamninga við íslenskar fjármálastofnanir um lánalínur, rekstrarlánasamninga og veltilánalínur að fjárhæð allt að 10 milljarða króna.

 

Heimildin nær einnig til undirritunar allra annarra skjala er ráðstafanir þessar kalla á. Samþykkt samhljóða.

 

·         Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 31.08.2015, ásamt rekstraryfirliti OR janúar-ágúst 2015, brotið niður á móður- og dótturfélög samstæðu.

 

·         Fjárhagsregla: Tekið af dagskrá.

 

7.      Samfélagslega ábyrgð. Tekið af dagskrá.

 

8.      Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti skýrslu forstjóra, dags. 2.10.2015.

 

9.      Upplýsingar úr dótturfélögum lagðar fram.

 

10.  Önnur mál.

 

·         Umræður um stefnumörkun stjórnar. Ákveðið að halda stefnumörkunarfund föstudaginn 16. október nk.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 19:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir.