Fundargerð stjórnar #219

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 24. ágúst kl. 13:15 var haldinn 219. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hellisheiðarvirkjun.

 

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Björn Bjarki Þorsteinsson, Einar Brandsson, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson og Helgi Haukur Hauksson.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð SF 218 staðfest og undirrituð.

 

2.      Bjarte Bogsnes frá Statoil kom á fundinn, hélt fyrirlestur um hugmyndafræði við fjárhagsáætlunargerð sem kölluð er „Beyond budgeting“ og svarði spurningum fundarmanna.

 

3.      Fjármál.

·         Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, ásamt Rannveigu Kristinsdóttur og Bjarna Frey Bjarnasyni, lagði fram og kynnti 6 mánaða árshlutareikning. Einnig lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkur um reikninginn, dags. 19. ágúst 2015. Reikningurinn borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður.

·         Ingvar Stefánsson og Bjarni Bjarnason kynntu stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar.

·         Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 31. 7. 2015.

 

Kl. 15:54 vék Áslaug M. Friðriksdóttir af fundi.

 

4.      Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi lagði fram og kynnti tillögu að breytingu á erindisbréfi innri endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

 

5.      Bjarni Freyr Bjarnason lagði fram og kynnti útkomuspá ársins og drög að fjárhagsáætlun stjórnar fyrir árið 2016.

 

6.      Lagt fram minnisblað um stöðu umhverfismála ásamt tillögu að breytingum á umhverfisstefnu.

 

7.      Lagt fram erindi Rúnars Lárussonar, móttekið 22. júní 2015. Forstjóra falið að afgreiða erindið.

 

8.      Lagt fram erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkur frá 20. 8. 2015.

 

9.      Bjarni Bjarnason lagði fram og kynnti skýrslu forstjóra, dags. 24. 8. 2015. Einnig lagt fram erindi sveitarstjórnar Grundarfjarðarbæjar varðandi samning OR og Grundarfjarðarbæjar.

 

10.  Upplýsingar úr dótturfélögum lagðar fram.

 

11.  Önnur mál.

 

·         Rætt um fyrirhugaðan haustfund stjórna samstæðu OR, sem gert er ráð fyrir að haldinn verði dagana 28.-29. september nk.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:35.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson,

Einar Brandsson, Helgi Haukur Hauksson.

Fundargerð: