Fundargerð stjórnar #218

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 22. júní kl. 13:15 var haldinn 218. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Björn Bjarki Þorsteinsson, Einar Brandsson, Áslaug M. Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Páll Gestsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fundargerðir SF 216 og 217 staðfestar og undirritaðar.
  2. Fjármál. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, lagði fram og kynnti minnisblað um áhættustýringu, dags. 5. júní 2015. Umræður. Áhættuskýrsla, dags. 29. 5. 2015 lögð fram og kynnt. Kynntar upplýsingar um áhrif áætlunar um afnám fjármagnshafta á OR. Ingvar kynnti einnig fyrirhugaða nýja aðferðafræði við fjárhagsáætlanagerð (Beyond budgeting).
  3. Lagt fram minnisblað um stöðu umhverfismála, dags. 18. júní 2015.
  4. Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda ON kynntu stöðu orkuöflunar á Hellisheiði og svaraði fyrirspurnum ásamt Páli Erland, Sveinbirni Björnssyni og Bjarna Bjarnasyni. Kynnt vinna og niðurstöður. Einnig kynnt fyrirhuguð borun vinnsluholu á Hellisheiði. Umræður. Kynnt drög að fréttatilkynningu um málið.
  5. Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Þjónustu kynnti fyrirkomulag innheimtumála OR í samræmi við fyrirspurn frá Áslaugu Friðriksdóttur á SF 214.
  6. Lögð fram svör við fyrirspurn Kjartans Magnússonar og Áslaugar Friðriksdóttur frá fundi 216 um arðsemi fráveituframkvæmda ABK.
  7. Lagt fram erindi Veritas lögmanna, dags. 25. apríl 2015, varðandi Elliðavatnsblett 3. Einnig lagt fram álit Landslaga, dags. 18. júní 2015.
  8. Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags.  19. júní 2015. Umræður.
  9. Önnur mál.

·         Umræður um fyrirhugaðan haustfund stjórna samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:50.

Haraldur Flosi Tryggvason, Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Einar Brandsson.

Fundargerð: