Fundargerð stjórnar #217

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, fimmtudaginn 28. maí kl. 12:00 var haldinn 217. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

 

Þátt tóku:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir og Kjartan Magnússon.

 

Einnig tók þátt Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Rannveig Tanya Kristinsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og Bjarni Freyr Bjarnason, forstöðumaður hagmála.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

 

Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2015, 1. janúar til 31. mars, var kynntur. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Rannveig Tanya Kristinsdóttir, forstöðumaður reikningshalds kynntu reikninginn. Umræður.

 

Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

Stöðuskýrsla aðgerðaráætlunar fyrir fyrsta ársfjórðung, dags. 26. maí 2015 einnig lögð fram ásamt rekstarayfirliti fyrir sama tímabil.

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:15.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon,

Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir.