Fundargerð stjórnar #216

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 18. maí kl. 13:15 var haldinn 216. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Áslaug M. Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð SF 215 staðfest og undirrituð.

 

2.      Fjármál

·          Ingvar Stefánsson, lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 30. apríl 2015. Umræður.

·          Ingvar kynnti einnig ákvörðun áhætturáðs Orkuveitu Reykjavíkur um áhættuvarnarsamning.

·          Kynnt staða aðgerðaráætlunar (Plansins).

·          Helstu niðurstöður árshlutareiknings F1 kynntar. Haldinn verður sérstakur stjórnarfundur um árshlutareikninginn þann 28. maí nk.

 

3.      Ólafur Þór Leifsson lagði fram svohljóðandi tillögur um sölu fasteigna við Úlfljótsvatn. Tillögunum fylgja greinargerðir:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkir að heimila forstjóra að selja ásamt því að undirrita kaupsamning, afsal og önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu á 2 sumarhúsum við Úlfljótsvatn.

(fastanúmer eignanna skv., Fasteignaskrá Íslands eru 220-9724 og 220-9722).

Samþykkt samhljóða.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að selja ásamt því að undirrita kaupsamning og afsal á 53,48% hlut OR í Úlfljótsskála.

(fastanúmer eignanna skv., Fasteignaskrá Íslands eru 220-9726 og 220-9727).

Þá veitir stjórn forstjóra einnig heimild til að undirrita og veita skilyrt veðleyfi og undirrita öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölunnar.

Samþykkt samhljóða.

 

4.      Bjarni Bjarnason kynnti tillögu að endurmörkun samstæðu OR.

Samþykkt með 4 atkvæðum. Kjartan Magnússon og Áslaug M. Friðriksdóttir sitja hjá.

 

5.      Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri OR Veitna og Sigurður Ingi Skarphéðinsson, tæknistjóri fráveitu kynntu stöðu fráveitumála á Akranesi. Umræður.

 

6.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 13. maí 2015. Umræður.

 

7.      Forstjóri kynnti rekstur dótturfélaga OR. Umræður.

 

8.      Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags. 15. maí 2015. Umræður.

 

9.      Önnur mál.

·         Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi lagði fram og kynnti minnisblað um starfsemi innri endurskoðunar, dags. 14. maí 2015. Guðmundur vék af fundi kl. 16:20.

 

·         Umræður um stöðu innri endurskoðunar og endurskoðunarnefndar. Stjórn telur styrk af því að hafa innri endurskoðanda innan Orkuveitu Reykjavíkur og felur stjórnarformanni að gera tillögu að útfærslu á fyrirkomulagi.

 

·         Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað við fráveituframkvæmdir á Akranesi, Borgarbyggð og Kjalarnesi þar sem m.a. komi fram yfirlit um eftirfarandi:

 

1. Hvað var gert ráð fyrir miklum kostnaði við fráveituframkvæmdir á Akranesi og í Borgarbyggð þegar samningur milli þessara sveitarfélaga og Orkuveitu Reykjavíkur var gerður á árinu 2005?

2.  Hver er áfallinn kostnaður nú og hver er áætlaður heildarkostnaður við lok framkvæmda 2016?

3. Hverjar eru tekjur Orkuveitunnar af fráveitugjaldi í umræddum byggðarlögum?

4.  Hver er vænt arðsemi framkvæmdanna?

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:35.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Áslaug M. Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: