Fundargerð stjórnar #214

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 23. mars kl. 13:15 var haldinn 214. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Páll Gestsson og Kjartan Magnússon.

 

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð SF 213 staðfest og undirrituð.

 

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, kynnti uppgjör ársins 2014. Endurskoðendur KPMG, Guðný Helga Guðmundsdóttir og Kristrún Helga Ingólfsdóttir, kynntu ársreikning ársins 2014, auk endurskoðunarskýrslu ársins.

 

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar mætti til fundarins. Formaður nefndarinnar Ólafur Kristinsson gerði grein fyrir skýrslu endurskoðunarnefndar um ársreikning ársins 2014.

 

Reikningurinn borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður.

 

3.      Tillaga endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um fyrirkomulag samstarfs innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur. Tekið af dagskrá.

 

4.      Lagðar fram eftirfarandi tillögur vegna aðalfundar.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2015 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur.

 

Samþykkt samhljóða.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2014. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011.

Samþykkt samhljóða.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2015.

Samþykkt samhljóða.

Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2014 verði kr. 139.386 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 39.028 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2015 kr. 139.386 á mánuði fyrir aðalmann og tvöfalt fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 39.028 á fund.

Samþykkt samhljóða.

5.      Tillaga að trúnaðaryfirlýsingu stjórnarmanna lögð fram.

Samþykkt.

 

6.      Ingvar Stefánsson, lagði fram og kynnti fjárhagsyfirlit 2014, áhættuskýrslu, dags. 27. 2. 2015 og stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar, dags. 19. mars 2015.

 

7.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri kynnti stöðu umhverfismælikvarða, dags. 23. mars 2015.

 

8.      Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri kynnti niðurstöður vinnustaðagreiningar og jafnlaunagreininga.

 

9.      Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu um starfsemina á milli stjórnarfunda.  Einnig kynntar tillögur að skipan stjórna dótturfélaga og þóknun til stjórna dótturfélaga. Kynnt staða lykilmælikvarða og upplýsingar úr dótturfélögum.

 

10.  Önnur mál.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Brynhildur Davíðsdóttir,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.

Fundargerð: