Fundargerð stjórnar #212

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2015, mánudaginn 26. janúar kl. 13:15 var haldinn 212. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 211 staðfest og undirrituð.

2.      Lagður fram til samþykktar samningur við PWC, sem formanni var falið að gera á SF210 þann 24.11.2014.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

3.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 31.12.2014. Einnig kynnt staða fjármála. Umræður.

4.      Lögð fram svohljóðandi tillaga varðandi frágang sölu Úlfljótsvatns:

Stjórn samþykkir að veita forstjóra heimild til að ganga frá samkomulagi við Bandalag íslenskra skáta, Skógræktarfélag Íslands og Skátasamband Reykjavíkur um afsal hluta jarðarinnar Úlfljótsvatns, nánar tiltekið það landsvæði sem auðkennt er í fasteignahluta þjóðskrár með fastanúmerinu 220-9705 og landnúmer 220711. Samþykktin tekur einnig til þess að undirrita öll viðeigandi skjöl í þessu sambandi.

Samþykkt.

5.      Umhverfisstjóri lagði fram minnisblað, dags. 21.1.2015 um stöðu umhverfis-mælikvarða.

6.      Umhverfisstjóri lagði fram og kynnti drög að umhverfisskýrslu ársins 2014. Umræður.

7.      Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður upplýsingatækni lagði fram og kynnti drög að upplýsingatæknistefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

Afgreiðslu frestað.

8.      Forstjóri kynnti vinnu varðandi ásýnd og ímynd Orkuveitu Reykjavíkur.

9.      Starfsáætlun 2015 lögð fram. Umfjöllun frestað.

10.  Formaður starfskjaranefndar, Brynhildur Davíðsdóttir, lagði fram og kynnti yfirlit yfir störf nefndarinnar á árinu 2014. Einnig lagðar fram eftirfarandi tillögur:

Stjórnarformaður OR fær umboð stjórnar til að endurskoða og endursemja um kjör innri endurskoðanda OR innan ramma tillagna starfskjaranefndar OR.

Samþykkt.

Stjórnarformaður OR fær umboð stjórnar til að endurskoða og endursemja um kjör forstjóra OR innan ramma tillagna starfskjaranefndar OR.

Samþykkt með 4 atkvæðum Haraldar Flosa Tryggvasonar, Brynhildar Davíðsdóttur, Gylfa Magnússonar og Valdísar Eyjólfsdóttur. Áslaug Magnúsdóttir og Kjartan Magnússon sitja hjá. Kjartan Magnússon óskar bókað að honum  hafi ekki verið kunnugt um að forstjóri OR hefði bifreið frá fyrirtækinu til umráða fyrr en upplýst var um það í tölvupósti forstjóra til starfskjaranefndar 13. nóvember 2014.

11.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu um starfsemi milli stjórnarfunda. Einnig lagt fram minnisblað, dags. 20. janúar 2014 um upplýsingalög og upplýsingagjöf. Umræður.

10. Önnur mál:

·         Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Stjórn samþykkir að skipa undirnefnd sem hafi það hlutverk að yfirfara starfsreglur stjórnar og gera tillögur að viðeigandi breytingum á þeim. Í nefndina eru tilnefnd Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir. Fyrir vinnu nefndarinnar skal greitt með sama hætti og varamenn fá greitt fyrir fundarsetu.

Samþykkt.

·         Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon óska bókað:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka óskir sínar um að leynd verði aflétt af yfirliti um framleiðslu virkjana Orku náttúrunnar á tímabilinu maí 2013 – maí 2014. Hinn 4. desember sl. samþykkti borgarráð einróma tillögu Sjálfstæðisflokksins um að beina þeim tilmælum til stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar um að leynd yrði aflétt af umræddu yfirliti. Jafnframt beindi borgarráð því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að tryggt verði, í samstarfi við stjórn Orku náttúrunnar, að uppskipting OR leiði ekki til minna gagnsæis og upplýsingagjafar til borgarstjórnar og borgarbúa en til staðar var fyrir þá breytingu á rekstrarformi fyrirtækisins. Jafnframt að stjórn OR, í samstarfi við stjórn Orku náttúrunnar, vinni að auknu gagnsæi í rekstri samstæðunnar svo borgarbúar geti gengið að upplýsingum um störf og stöðu orkufyrirtækja í eigu borgarinnar. Við gerum alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi enn verið orðið við umræddum tilmælum borgarráðs þrátt fyrir að nú séu næstum átta vikur liðnar frá samþykkt þeirra.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,Valdís Eyjólfsdóttir.