Fundargerð stjórnar #211

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, mánudaginn 15. desember kl. 13:00 var haldinn 211. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 210 staðfest og undirrituð.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála fór yfir stöðu fjármála og lagði fram og kynnti áhættuskýrslu, dags. 28. 11. 2014. Einnig kynnt nýtt lánshæfismat OR frá tveimur greiningaraðilum.

3.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, lagði fram og kynnti skýrslu, dags. 11. desember 2014 um stöðu umhverfismælikvarða o.fl.

4.      Lögð fram fundargerð eigendafundar frá 28. nóvember 2014. Umræður.

5.      Lagt fram minnisblað Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl., varðandi réttarstöðu Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart Norðuráli Helguvík ehf. og áhrif fyrirhugaðra samninga Orku Náttúrunnar ohf. við Silicor Materials ehf., dags. 11. desember 2014, sem óskað var eftir á SF210.

Stjórn gerir að fenginni niðurstöðu minnisblaðs Jóhannesar Karls ekki athugasemd við að Orka náttúrunnar ohf. gangi frá orkusölusamningi við Silicor Materials ehf.

6.      Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi, fór yfir áherslur innri endurskoðunar fyrir árið 2015.

7.      Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi, lagði fram og kynnti innri endurskoðun á kostnaðaráætlun fyrir byggingu lagnar frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun og tengdri starfsemi, dags. 15. desember 2015.

Í ljósi niðurstöðu innri endurskoðanda beinir stjórn því til forstjóra að láta skoða hvernig stýring á framkvæmdaverkum fer fram og með hvaða hætti brugðist hefi verið við hjá ON. Jafnframt verði stjórn kynnt framkvæmd samskipta við birgja og þjónustuaðila.

8.   Anna Margrét Björnsdóttir, skjalastjóri kynnti stjórnargátt Lindarinnar. Ákveðið að taka gáttina í notkun um næstu áramót. Stjórnarmenn ákveði sjálfir hvort aðgangur verði um spjaldtölvur eða vef.

9.   Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu um starfsemi milli stjórnarfunda. Umræður.

10. Önnur mál:

·         Lagt fram svar við fyrirspurn KM og ÁF frá SF 210 varðandi starfsmannafjölda.

·         Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 5. desember 2014, varðandi yfirlit um framleiðslu virkjana ON tímabilið maí 2013-maí 2014.

Bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Vakin er athygli á því að 4. desember sl. samþykkti borgarráð einróma tillögu Sjálfstæðisflokksins um að beina þeim tilmælum til stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar um að séð verði til þess að leynd verði aflétt af yfirliti um framleiðslu virkjana síðarnefnda fyrirtækisins á tímabilinu maí 2013 – maí 2014. Jafnframt beindi borgarráð því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að tryggt verði, í samstarfi við stjórn Orku náttúrunnar, að uppskipting OR leiði ekki til minna gagnsæis og upplýsingagjafar til borgarstjórnar og borgarbúa en til staðar var fyrir þá breytingu á rekstrarformi fyrirtækisins. Jafnframt að stjórn OR, í samstarfi við stjórn Orku náttúrunnar, vinni að auknu gagnsæi í rekstri samstæðunnar svo borgarbúar geti gengið að upplýsingum um störf og stöðu orkufyrirtækja í eigu borgarinnar.

·      Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Lagt er til að allar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur verði gerðar almenningi tiltækar á heimasíðu hennar. Þá verði leitarvél sett upp á síðunni í því skyni að auðvelda almenningi leit að ákveðnum efnisatriðum.

·      Bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka ósk sína um að fundargerðir dótturfyrirtækja verði lagðar fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur svo fljótt sem auðið er, sbr. áður gerða samþykkt stjórnar.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon,Valdís Eyjólfsdóttir.