Fundargerð stjórnar #210

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, mánudaginn 24. nóvember kl. 13:15 var haldinn 210. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Páll Gestsson og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 209 staðfest og undirrituð.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Rannveig T. Kristinsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, mættu til fundarins, lögðu fram og kynntu 9 mánaða uppgjör Orkuveitu Reykjavíkur. 

Reikningurinn samþykktur samhljóða og áritaður.

3.      Ingvar Stefánsson kynnti að nýju drög að arðgreiðslustefnu og svohljóðandi tillögu. Tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir tillögu að arðgreiðslustefnu fyrirtækisins, í samræmi við grein 6.1. í eigendastefnu. Arðgreiðslustefna skal lögð fyrir eigendafund til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

4.      Ingvar Stefánsson kynnti stöðu fjármála og stöðuskýrslu aðgerðaráætlunar m.v. 3 ársfjórðung 2014. Einnig lögð fram áhættuskýrsla, dags. 31. október 2014. Lagt fram og kynnt minnisblað, dags. 19. nóvember 2014 um stöðu og áhættu tengda skuldabréfi útgefnu af Magma Enery Sweden, sem óskað var eftir á SF 209. Umræður. Stjórn ákvað að fela áhættuhópi stjórnar að kanna áhrif Magma skuldabréfsins á áhættustefnu fyrirtækisins.

5.      Lögð fram svohljóðandi tillaga um sölu sumarhúss við Svartagil:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að undirrita kaupsamning og önnur nauðsynleg skjöl er varða sölu á sumarhúsi við Bása (Svartagil), fastanúmer 2109345, landnúmer 134836.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt samhljóða .

6.      Skýrsla umhverfisstjóra, dags. 20. nóvember 2014, um stöðu umhverfismælikvarða o.fl. lögð fram.

7.      Sif Einarsdóttir, yfirmaður innri endurskoðunar Deloitte og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR, kynntu hlutverk innri endurskoðunar og hvernig hún starfar.

Björn Bjarki Þorsteinsson vék af fundi kl 15:30.

8.      Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. kynnti efni rafmagnssölusamnings Orku náttúrunnar við Silicor. Stjórn óskar þess að Jóhannes Karl veiti álit um skuldbindingar OR gagnavart Norðuráli og hvort að samningur ON við Silicor geti haft áhrif á þær.

9.      Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri kynnti launakönnun og jafnlaunakönnun.

10.  Stjórnargátt Lindarinnar, kynning. Tekið af dagskrá.

11.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemi á milli stjórnarfunda, dags. 21. nóvember 2014. Umræður.

12.  Önnur mál:

·      Eftirtalin skjöl voru lögð fram:

·         Drög að verkefnisyfirliti um uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur 2010-2014

·         Minnisblað, dags. 10.11.2014 um hækkun kostnaðaráætlunar Hverahlíðarlagnar, ásamt bréfi ON til ráðgjafa,dags. 3.11.2014 um hönnunarkostnað Hverahlíðarlagnar.

·         Minnisblað, dags. 21.11.2014 um arðsemi virkjana.

·         Svar, dags. 24.11.2014, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem lögð var fram á SF209 varðandi nýtingu sumarbústaðar í Riðvík.

·         Formaður lagði fram minnisblað PWC, dags. 18. nóvember 2014 varðandi ákvarðanatökuferli samstæðu OR. Samþykkt að fela stjórnarformanni að leita samninga um verkefnið.

·         Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Óskað er eftir upplýsingum um þróun starfsmannafjölda Orkuveitu Reykjavíkur eftir árum frá stofnun fyrirtækisins eftir fjölda starfsmanna og stöðugildum. Hversu margir starfsmenn hafa hætt á hverju ári vegna a) aldurs, b) að eigin frumkvæði, c) uppsagnar, d) tilboðs fyrirtækis, t.d. flýttra starfsloka, e) annars?

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

 Kjartan Magnússon, Páll Gestsson, Valdís Eyjólfsdóttir.