Fundargerð stjórnar #209

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, mánudaginn 27. október kl. 15:00 var haldinn 209. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerðir SF 207 og 208 voru staðfestar og undirritaðar.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Björn Ágúst Björnsson, sérfræðingur í rekstraráhættu, kynntu skýrslu og áhættumat vegna stofnunar tryggingafélags. Umræður.

3.      Ingvar Stefánsson kynnti drög að arðgreiðslustefnu. Afgreiðslu frestað og óskað eftir nánari greinargerð um tillöguna og að eftir atvikum verði haft samráð við fjármálaskrifstofur eigenda.

4.      Ingvar Stefánsson kynnti tillögu forstjóra að endurskoðaðri fjárstýringar- og áhættustefnu. Umræður um hvort ástæða sé til að innri endurskoðun rýni stefnuna. Innri endurskoðandi benti á að áhættustefna hefur verið tekin út og í framlagðri tillögu er m.a. brugðist við ábendingum sem fram hafa komið í úttektum innri endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

5.      Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti áhættuskýrsla, dags. 10. október 2014. Stjórn bendir á að hluta- og skuldabréfaáhætta er yfir mörkum vegna skuldabréfs útgefnu af Magma Energy Sweden og óskar eftir upplýsingum um stöðu og áhættu vegna þess.

Einnig kynnt staða fjármála OR.

6.      Stjórn heimilar forstjóra að boða til reglulegs eigendafundar í nóvember að höfðu samráði við eigendur.

7.      Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnarformanns um úttekt á áætlanagerð vegna byggingar lagnar frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar:

·         Vegna hækkunar á kostnaðaráætlun fyrir byggingu lagnar frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar, sem kynnt var stjórn Orkuveitunnar á stjórnarfundi 29. ágúst sl., felur stjórn innri endurskoðanda að gera úttekt á áætlanagerð verkefnisins í samræmi við viðmið um ábyrga stjórnhætti, áhættustýringu og eftirlit.

·         Í þessari úttekt skal eftir atvikum horfa til annarra eftirlitsþátta sem tengjast ferli fjárfestingaverkefna vegna virkjanaframkvæmda, þar með talið ábendinga sem áður hafa komið fram um framkvæmd fjárfestingaverkefna í skýrslum innri endurskoðunar og Úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt.

8.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, lagði fram og kynnti skýrslu, dags. 27. október 2014 um stöðu umhverfismælikvarða o.fl.

9.      Kynning á öryggismenningu. Frestað.

10.  Jafnlaunakönnun+Iðnir. Frestað.

11.  Kynning á innri endurskoðun. Frestað.

12.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemi á milli stjórnarfunda, dags. 27. október 2014. Umræður.

13.  Önnur mál.

·         Ákveðið var að upplýsingar um stjórnarmenn skyldu settar á vef fyrirtækisins.

·         Starfsdagur stjórnar var ákveðinn þann 7. nóvember 2014.

·         Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir nánari upplýsingum um hverjir hafa haft afnot af sumarbústöðum Orkuveitunnar við Þingvallavatn í Riðvík sl. 4 ár.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:40.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug Friðriksdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir.