Fundargerð stjórnar #208

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, mánudaginn 13. október kl. 15:00 var haldinn 208. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

Þátt tóku:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir.

Einnig tóku þátt í fundinum Bjarni Bjarnason, forstjóri og Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Bjarni Freyr Bjarnason, forstöðumaður hagmála.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Ingvar Stefánsson og Bjarni Freyr Bjarnason, kynntu þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun 2015 og 5 ára áætlun frá SF 207. Umræður. Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon og Valdís Eyjólfsdóttir samþykktu áætlunina með eftirfarandi bókun:

"Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir framlagða fjárhagsáætlun forstjóra fyrir rekstrarárið 2015 sem og áætlun fyrir árin 2016 til og með 2020. Stjórn hefur einkum horft til þeirra forsendna sem lagðar hafa verið til grundvallar áætlunum þessum sem og markmiðum sem lýst er í inngagnsköflum. Það er mat stjórnar að þar sé nauðsynleg tenging við eigendastefnu fyrirtækisins og aðrar afleiddar stefnur, einkum áhættustefnu. Fallist er á tillögu um frávik frá «Planinu» hvað lántöku varðar, enda er það vel rökstutt með skýrri tilvísun í áhættustefnu fyrirtækisins. Möguleikar fyrirtækisins til þess að afla sér lánsfjár til að ná slíkum markmiðum endurspegla að mati stjórnar fyrst og fremst styrkleika þess. Eðlilega er slíkt frávik þó háð endanlegu samþykki eigenda."

Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir sitja hjá.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 15:20.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Áslaug Friðriksdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir.