Fundargerð stjórnar #206

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, föstudaginn 29. ágúst kl. 9:00 var haldinn 206. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Brynhildur Davíðsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Helgi H. Hauksson, Haraldur Flosi Tryggvason og Margrét S. Björnsdóttir.

Einnig sat fundinn Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri og staðgengill forstjóra.

Fundarritari var Íris Lind Sæmundsdóttir.

Þetta gerðist:

1.      Í samræmi við starfsreglur stjórnar undirrituðu á fundinum eftirfarandi stjórnarmenn/varamenn trúnaðaryfirlýsingar (VLP-130): Áslaug Friðriksdóttir, Helgi Haukur Hauksson og Margrét S. Björnsdóttir.

2.      Fundargerð 205. stjórnarfundar lögð fram og undirrituð.

3.      Endurskoðendur, Guðný Helga Guðmundsdóttir og Kristrún Helga Ingólfsdóttir, frá KPMG, ásamt Rannveigu Tönyu Kristinsdóttur, forstöðumanni reikningshalds, mættu til fundarins lögðu fram og kynntu 6 mánaða uppgjör.  Reikningurinn samþykktur og áritaður.

4.      Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri og stað­geng­ill forstjóra, lagði fram áhættuskýrslu, dags. 25. júlí 2014 og kynnti stöðu fjármála. Þá kynnti hann sérstaklega áhættu­varnar­samning sem gerður hefur verið í samræmi við áhættustefnu.

Margrét S. Björnsdóttir mætti til fundarins kl. 10:05 á meðan kynning stóð yfir.

5.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mætti, lagði fram og kynnti minnisblað, dags. 27. ágúst 2014, um stöðu umhverfismælikvarða.  

6.      Bjarni Freyr Bjarnason, forstöðumaður hagmála, mætti, lagði fram og kynnti fjárhags­áætlun stjórnar fyrir árið 2015. Umræður.

7.      Rætt um starfsáætlun stjórnar og samþykkt að fastir fundartímar stjórnar verði fjórði mánudagur í mánuði kl. 13:15. Næsti fundur verði samt sem áður haldinn 29. september (5. mánudag þess mánaðar) kl. 13:15.

8.      Rætt um skipan starfskjaranefndar, sem frestað var á fundi 205. Samþykkt að eftir­taldir verði skipaðir í starfskjaranefnd: Brynhildur Davíðsdóttir, formaður, Ásta Bjarnadóttir og Kjartan Magnússon.

9.      Innri endurskoðun sem frestað var á fundi 202. Frestað.

10.  Björn Ágúst Björnsson, sérfræðingur í fjár- og áhættustýringu, mætti til fundarins og kynnti tryggingamál OR.

Haraldur Flosi Tryggvason mætti til fundarins kl. 10:50.

11.  Skýrsla forstjóra, dags. 27. ágúst 2014, um starfsemi fyrirtækisins milli stjórnarfunda lögð fram og rædd. Áslaug Friðriksdóttir óskar eftir að fá afhent afrit af erindi Norðuráls, dags. 12. ágúst, varðandi Helguvíkursamninginn.

12.  Önnur mál:

·         Lagt fram minnisblað Elínar Smáradóttur, lögfræðingi og ritara stjórnar, varðandi verkefni endur­skoðun­ar­nefndar, dags. 26. ágúst 2014.

·         Kjartan Magnússon óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna dagskrár fundarins:

Gerð er alvarleg athugasemd við að tvær tillögur okkar Áslaugar Friðriks­dóttur, sem lagðar voru fram á stjórnarfundi 23. júní hafa ekki enn verið teknar til afgreiðslu þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um, nú síðast á þessum fundi. Afgreiðslu beggja tillagna var frestað að ósk meirihlutans og hafa þær ekki enn verið settar á dagskrá stjórnarfundar þótt nú séu rúmir tveir mánuðir liðnir frá framlagningu þeirra og nægur tími hefur því gefist til að skoða málin og taka afstöðu til þeirra.

Annars vegar er um að ræða tillögu um að leynd verði aflétt af framlögðu yfir­lits­blaði um framleiðslu virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á tímabilinu maí 2013 – maí 2014. Teljum við að upplýsingar um framleiðslu virkjana OR eigi tví­mæla­laust að vera almenningi tiltækar eins og upplýsingar um rekstur annarra fyrirtækja í almannaeigu. Fyrir rúmu ári urðu miklar umræður um framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar og birti OR þá ýtarlegar upplýsingar um framleiðslu hennar. Í ljósi þeirrar upplýsingagjafar skýtur skökku við að nú gæti tregðu hjá fyrirtækinu við að veita almenningi frekari upplýsingar um þessi mál.

Hins vegar er um að ræða tillögu um að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti í eystri hverfum borgarinnar með uppsetningu tveggja síritandi loft­gæðamælistöðva, annars vegar í Breiðholti en hins vegar í Grafarholti-Úlfars­árdal. Birta skuli á rauntímagrundvelli loftgæðaupplýsingar á að­gengi­leg­an og skiljanlegan hátt og tryggja þannig að almenningur sé ætíð upplýstur um loftgæði á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar, hvort sem um er að ræða almenn­ar upplýsingar fyrir íbúa, viðkvæma hópa eða þá sem stunda útivist á svæðinu.

Í þessu sambandi verður ekki komist hjá því að benda á að í september 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins einnig fram tillögu um að bæta loft­gæða­mæl­ingar í eystri hluta borgarinnar með uppsetningu síritandi loft­gæða­mæli­stöðv­ar. Sú tillaga var lengi til umfjöllunar en hlaut aldrei endanlega af­greiðslu þrátt fyrir að á tímabilinu hafi fjöldi fræðimanna tjáð sig um um­rædda mengun og haldið fram þeirri skoðun að æskilegt sé að auka loft­gæða­mæl­ingar í tengslum við hana. Í þessu mikilvæga máli hefur því legið fyrir skýr til­laga í næstum ár án þess að það bóli á úrlausn.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11:00.

Brynhildur Davíðsdóttir

Áslaug Friðriksdóttir, Haraldur Flosi Tryggvason, Helgi Haukur Hauksson,

Kjartan Magnússon, Margrét S. Björnsdóttir og Valdís Eyjólfsdóttir.