Fundargerð stjórnar #205

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 9:00 var haldinn 205. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Fundinn sátu:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Páll Gestsson og Marta Guðjónsdóttir.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Í samræmi við starfsreglur stjórnar undirrituðu eftirfarandi stjórnarmenn trúnaðaryfirlýsingar (VLP-130):

Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Páll Gestsson.

2.      Fundargerðir 203. og 204. stjórnarfunda lagðar fram og undirritaðar.

3.      Lögð fram áhættuskýrsla, dags. 1. júlí 2014.

4.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR lagði fram og kynnti stöðu umhverfismælikvarða, dags. 5. ágúst 2014.  Umræður. Einnig kynnt endurskoðað nýtingarleyfi fyrir jarðhita á Hellisheiði, sem er til umfjöllunar leyfisveitanda og umsagnaraðila.

5.      Innri endurskoðandi lagði fram og kynnti áætlun um endurskoðun reiknilíkana vegna útblásturs brennisteinsvetnis, dags. 7. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurskoðunin verði gerð sem hluti af endurskoðun á framleiðslustarfsemi á heitu vatni og rafmagni.

Samþykkt samhljóða.

6.      Kynnt breyting á gjaldskrá hitaveitu frá 1. júlí 2014.

Marta Guðjónsdóttir mætti til fundarins kl 10:45.

7.      Lögð fram drög að starfsáætlun stjórnar og föstum fundardögum. Samþykkt að fastir fundir verði haldnir 4. föstudag í hverjum mánuði.

8.      Rætt um skipan starfskjaranefndar. Frestað.

9.      Rætt um kynningar á OR og dótturfélögum fyrir stjórnarmönnum og skoðunarferðir.  Ákveðið að kynning á fjármálum og ON fari fram að loknum stjórnarfundi föstudaginn 29. ágúst.  

10.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 5. ágúst 2014.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Marta Guðjónsdóttir, Páll Gestsson.