Fundargerð stjórnar #204

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, miðvikudaginn 2. júlí kl. 11:00 var haldinn 204. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn um síma.

Þessi hringdu inn á fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu fulltrúa í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að tilnefna Sunnu Jóhannsdóttur, viðskiptafræðing, fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar í samræmi við ákvæði 9.1 í sameignarsamningi.

Samþykkt samhljóða.

                       

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11:10.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Gylfi Magnússon, Valdís Eyjólfsdóttir.