Fundargerð stjórnar #202

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, föstudaginn 16. maí kl. 9:00 var haldinn 202. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Gylfi Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Jóhann Ársælsson og Ragnar Frank Kristjánsson.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð 201. stjórnarfundar lögð fram og undirrituð.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála og Bjarni Freyr Bjarnason, forstöðumaður hagmála, gerðu grein fyrir stöðu fjármögnunar OR. Áhættuskýrsla, dags. 30.04.2014, lögð fram og skýrð. Umræður. Rekstraryfirlit samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir janúar-mars 2014 kynnt. Staða aðgerðaráætlunar OR og eigenda (Plansins) fyrir 1. ársfjórðung 2014 kynnt.

3.      Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu um stofnefnahagsreikninga dótturfélaga. Tillögunni fylgir greinargerð ásamt viðaukum:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir stofnefnahagsreikninga Orku náttúrunnar ohf, Orkuveitu Reykjavíkur – Veitna ohf., Orkuveitu Reykjavíkur – Eigna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitna sf., samkvæmt mynd 1, með fyrirvara um staðfestingu eigenda.

Samþykkt með 4 atkvæðum Haraldar Flosa Tryggvasonar, Gylfa Magnússonar, Brynhildar Davíðsdóttur og Jóhanns Ársælssonar.

            Sóley Tómasdóttir sat hjá.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 10:10.

Gylfi Magnússon vék af fundi kl. 10:45.

4.      Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, mætti til fundarins og kynnti stöðu söluferlis GR og stöðu samnings GR og Vodafone.

5.      Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri, lagði fram og kynnti yfirlit yfir stöðu umhverfismælikvarða í apríl og maí 2014.

6.      Þórður Ásmundsson, verkefnisstjóri hjá Orku náttúrunnar, kom til fundarins og kynnti stöðu verkefnis lagnar frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun.

7.      Lagðar fram svohljóðandi tillögur varðandi aðalfund ársins 2014.

·      Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2014 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur. Samþykkt samhljóða.

·      Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2013. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011.

Samþykkt samhljóða.

·      Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir þá tillögu endurskoðunarnefndar að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2014. Samþykkt samhljóða.

·      Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að eftirfarandi tillaga verði samþykkt. Tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2013 verði kr. 131.125 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 36.715 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2014 kr. 131.125 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 36.715 á fund. Samþykkt samhljóða.

8.      Lagt fram til upplýsinga erindi forstjóra dags. 30.04.2014 til Waldorf skólans, varðandi áhrif brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun á umhverfi skólans.

9.      Lögð fram til kynningar drög að svari við erindi Landgræðslunnar, dags. 14. mars 2014. Samþykkt að fela forstjóra að svara erindinu.

10.  Skýrsla forstjóra til stjórnar um starfsemina milli stjórnarfunda lögð fram og rædd.

11.  Önnur mál:

·         Innri endurskoðandi lagði fram og kynnti ytra gæðamat á starfsemi innri endurskoðunar, dags. 14. maí 2014.

·         Lagt fram erindi innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 14. maí 2014, um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar taki að sér innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur. Frestað.

·         Eftirfarandi tillaga stjórnarformanns var samþykkt samhljóða:

Stjórn OR samþykkir að tekjum fyrirtækisins af veiði í Þingvallavatni skuli varið til að styrkja rannsóknarverkefni er tengjast lífríki vatnsins.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.