Fundargerð stjórnar #199

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, miðvikudaginn 26. janúar kl. 12:00 var haldinn 199. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn símleiðis.

Þessi tóku þátt í fundinum:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson. Á fundinum var einnig Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2013 ásamt yfirlýsingu stjórnar, dags. 25. febrúar 2014, lögð fram og samþykkt.

2.      Staða umhverfismælikvarða, dags. 25. febrúar 2014, lögð fram.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:10.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

Ragnar Frank Kristjánsson.