Fundargerð stjórnar #198

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2014, föstudaginn 17. janúar kl. 9:00 var haldinn 198. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Gylfi Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð stjórnarfundar 197 lögð fram og undirrituð.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar OR.  Áhættuskýrsla, dags. 31. 12. 2013 lögð fram og kynnt.

3.      Ingvar Stefánsson lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu um endurfjármögnun. Tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn samþykktir að skuldabréfaflokkur RVK 05, sem tengist yfirtöku Orkuveitu Reykjavíkur á fráveitu Reykjavíkur, verði endurfjármagnaður með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 900 milljónir króna. Samþykkt þessi er gerð með fyrirvara um samþykkt eigenda.

Samþykkt samhljóða.

4.      Forstjóri lagði fram og kynnti tillögu að skipan stjórnar Gagnaveitu Reykjavíkur.

Samþykkt með 4 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

Einnig lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á samþykktum félagsins.

5.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram og kynnti drög að umhverfisskýrslu ársins 2013. Umræður.

Staða umhverfismælikvarða í desember 2013 og janúar 2014, dags. 17. janúar 2014 lögð fram og kynnt.

6.      Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, mætti til fundarins og kynnti fyrstu skref fyrirtækisins á nýju ári.

7.      Bjarni Snæbjörn Jónsson kom á fundinn og ræddi stjórnhætti í samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur og lagði fram tillögur um vinnuferli við undirbúning starfsreglna stjórnar. Umræður.

8.      Lögð fram og kynnt drög að nýjum sameignarsamningi fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sef.

9.      Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnarformanns um stjórnarlaun í dótturfélögum. Tillögunni fylgir greinargerð:

Þar sem stefnumörkun stjórnar um þóknun fyrir stjórnarstörf í dótturfélögum Orkuveitu Reykjavíkur liggur ekki fyrir samþykkir stjórn að ákvarðanir hluthafafunda Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur-veitna þar að lútandi skuli gilda þar til stefnumörkun starfskjaranefndar liggur fyrir, en skuli þá endurskoðaðar á hluthafafundum viðkomandi félaga í samræmi við stefnumörkunina.

Samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

10.  Lögð fram svohljóðandi tillaga varðandi beiðni um undanþágu Orku náttúrunnar frá gildissviði upplýsingalaga.

Stjórn Orkuveitu Reykjavík samþykkir að leggja til við eigendur fyrirtækisins að þeir óski eftir því að forsætisráðherra taki ákvörðun um að veita Orku Náttúrunnar undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, þar sem fyrirtækið starfar eingöngu á samkeppnismarkaði.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn atkvæðum Sóleyjar Tómasdóttur og Kjartans Magnússonar.

Ragnar Frank Kristjánsson og Sóley Tómasdóttir véku af fundi kl. 12:00.

11.  Jónas Aðalsteinsson hrl. og Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl. mættu til fundarins og kynntu stöðuna í máli Glitnis gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig lagt fram minnisblað Lex lögmannsstofu, dags. 7. janúar 2014 um málið.

12.  Lagt fram uppgjör endurskoðunarnefndar vegna vinnu við skýrslu úttektarnefndar, dags. 15. janúar 2014.

13.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu um starfsemina milli stjórnarfunda, dags. 15. janúar 2014. Umræður.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:45.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.