Fundargerð stjórnar #196

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, föstudaginn 6. desember kl. 12:00 var haldinn 196. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn símleiðis.

Þessi tóku þátt í fundinum: Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Bjarni Bjarnason, forstjóri og Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Samþykktir dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagðar fram að nýju áður kynntar tillögur að samþykktum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur – eignir ohf., Orkuveitu Reykjavíkur – Virkjanir og sölu ohf., Orkuveitu Reykjavíkur – Veitur ohf. og félagssamningi fyrir Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns-  og fráveitu.

Forstjóri gerði grein fyrir aðdraganda málsins, undirbúningi þess í samstarfi við eigendanefnd OR, samhengi samþykktanna við sameignarsamning – gildandi og fyrirliggjandi drög að nýjum – og kynningu á því fyrir stjórn; á SF 195, á sameiginlegum fundi eigendanefndar og stjórnar 20.11.2013 og sérstökum kynningarfundi fyrir stjórn 28.11.2013.

Tillögurnar samþykktar í einu lagi einróma.

2.      Lögð fram tillaga forstjóra, dags. 6. desember, að skipan stjórna Orkuveitu Reykjavíkur – Virkjana og sölu ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Veitna ohf.

Forstjóri gerð grein fyrir tillögunni.

Samþykkt einróma.

3.      Önnur mál.

a)      Forstjóri greindi frá erfiðleikum í rekstri hitaveitunnar á Akranesi og upplýsti um ráðgerðar úrbætur, þ.e. byggingu nýs miðlunargeymis á Akranesi á árinu 2014 í stað 2017 skv. gildandi áætlunum. Helstu upplýsingar: 6.000 m3 rúmtak og gróft kostnaðarmat 300 m.kr.

Stjórn fagnaði því að áformað sé að grípa til þessara ráðstafana til að efla þjónustu Orkuveitunnar á Akranesi.

b)      Stjórnarformaður greindi frá tveimur erindum, sem honum hafa borist:

·         Frá innri endurskoðanda, sem verið sé að vinna úr fyrir stjórn.

·         Þreifingum hagsmunaaðila varðandi fjarskiptamál.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:30

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.