Fundargerð stjórnar #194

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, mánudaginn 4. nóvember kl.12:00 var haldinn 194. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Gylfi Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

Kynntar voru hugmyndir að nöfnum á nýtt virkjana- og sölufyrirtæki.

 

1.      Hallur Baldursson kynnti tillögur Ennemm

2.      Gísli, Kristinn og Kári kynntu tillögur Hvítahússins.

3.      Kristján Schram og Einar Steinsdórsson, kynntu tillögur Íslensku auglýsingastofunnar.

Vakin var athygli fundarins á tengslum eins starfsmanna Íslensku auglýsingastofunnar við einn stjórnarmanna.

4.      Rannveig, Ísak, Selma og Valgeir kynntu tillögur Pipar TBWA

 

Umræður og atkvæðagreiðsla um nafn.

 

Kjartan Magnússon situr hjá og óskar bókað:

 

Undirritaður telur æskilegt að nafn (skammstöfun) hins nýja fyrirtækis hafi meiri skírskotun til íslensks máls en það sem varð fyrir valinu.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

 Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.