Fundargerð stjórnar #193

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, miðvikudaginn 23. október kl.13:00 var haldinn 193. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Gylfi Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Auður Hermannsdóttir.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð stjórnarfundar 192 lögð fram, undirrituð og staðfest.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála gerði grein fyrir stöðu fjármögnunar OR og kynnti framlagða áhættuskýrslu, dags. 30.9.2013.

3.      Ingvar Stefánsson og Ívar Örn Lárusson lögðu fram og kynntu tillögu að breytingu á áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Umræður.

Samþykkt samhljóða. Í samræmi við eigendastefnu verður stefnan lögð fram til samþykktar á eigendafundi.

Stjórn leggur áherslu á að áhættuskýrsla muni ná yfir alla helstu áhættuþætti í rekstri fyrirtækisins, sem gerð er grein fyrir í áhættustefnu.

4.      Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri lagði fram og kynnti yfirlit um stöðu umhverfismælikvarða, dags. 23.10.2013.

5.      Lögð fram breytingartillaga um starfsreglur stjórnar, sem frestað var á 192. fundi. Tillögunni fylgir greinargerð:

Einnig lögð fram greining Þekkingar hf. á miðlun gagna til stjórnarmanna á Íslandi, dags. 14.10.2013.

Umræður. Forstjóra falið að kanna möguleika á að stjórnarmenn geti valið hversu miklar takmarkanir verði á möguleikum þeirra til dreifingar þeirra gagna sem lögð eru fram við undirbúning stjórnarfunda.

6.      Lagt fram fundadagatal stjórnarfunda fram að aðalfundi í júní 2014. Jólafundur föstudaginn 13. desember 2013 kl. 14:00 -17:00.

Samþykkt til og með marsfundi.

7.      Lögð fram til heildarstefna Orkuveitu Reykjavíkur frá vinnufundi stjórnar 7. júní sl., STE-002-01.

Samþykkt samhljóða.

 

8.      Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar, lagði fram árangurs-mælikvarða um stöðu auðlinda. Umræður.

Samþykkt samhljóða.

 

9.      Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Kjartans Magnússonar, sem frestað var á 191. fundi:

Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp síritandi loftgæðamælistöð við austurenda byggðarinnar í Grafarholti/Úlfarsárdal.

 

Einnig lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 26. september 2013.

 

Frestað og forstjóra falið að óska álits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á framangreindri tillögu Kjartans Magnússonar.

 

10.  Gylfi Magnússon og Guðmundur I. Bergþórsson lögðu fram og kynntu úttekt endurskoðunarnefndar á ábendingum sem fram komu í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig lagt fram erindi innri endurskoðanda til stjórnarformanns, dags. 21. október 2013, þar sem fram kemur tillaga um að stjórn skipi starfshóp sem leggi fyrir stjórn tillögur um áætlun og viðeigandi aðgerðir til að bæta eftirlit í samræmi við ábendingarnar.

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

11.  Páll Erland, framkvæmdastjóri virkjana og sölu, Ásdís Gíslason, markaðsstjóri og Kristján Schram frá Íslensku auglýsingastofunni kynntu vinnu og tillögur varðandi nýtt Virkjana- og sölufyrirtæki, sem frestað var á fundi 192. Umræður.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 15:50.

Auður Hermannsdóttir vék af fundi kl. 16:00.

12.  Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 3.10.2013 um að Áslaug Friðriksdóttir taki sæti Gísla Marteins Baldurssonar sem varamaður í stjórn.

13.  Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23.10.2013, þar sem fram kemur að eigendanefnd telji rétt að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vinni tillögu að stofnun viðkomandi dótturfélaga og samþykktum fyrir þau. Samþykktir skuli vera í samræmi við eigendastefnu OR og drög að sameignarsamningi sem unninn verður á vettvangi eigendanefndarinnar.

Forstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi uppskiptingar OR.

14.  Lagt fram minnisblað forstjóra um starfsemina milli stjórnarfunda.

15.  Tilkynnt var um tilnefningu Per Henje í endurskoðunarnefnd OR.

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:15.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Auður Hermannsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

 Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.