Fundargerð stjórnar #188

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, föstudaginn 7. júní kl. 15:30 var haldinn 188. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Snorrastofu, Reykholti.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Lögð fram drög að starfskjarastefnu Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. júní 2013.

Samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

2.        Lögð fram svohljóðandi tillaga starfskjaranefndar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi aðalfund ársins 2013, tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2012 verði kr. 125.000 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 35.000 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2013 kr. 125.000 á mánuði fyrir aðalmann og tvöfalt fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 35.000 á fund.

Samþykkt samhljóða.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.