Fundargerð stjórnar #187

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, föstudaginn 17. maí kl. 9:00 var haldinn 187. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Jóhann Ársælsson og Ragnar Frank Kristjánsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 186 lögð fram, samþykkt og árituð.

2.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, Rannveig Tanya Kristinsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og Guðný Guðmundsdóttir, endurskoðandi KPMG, mættu á fundinn og kynntu niðurstöður árshlutareiknings fyrsta ársfjórðungs ársins 2013. Árshlutareikningur 1. janúar til 31. mars 2013 lagður fram, hann samþykktur samhljóða og áritaður.

3.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála kynnti stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar vegna fyrsta ársfjórðungs ársins 2013. Einnig kynnt áhættuskýrsla, dags. 30. apríl 2013 og staða fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig kynntar hugmyndir um endurfjármögnun Gagnaveitu Reykjavíkur.

4.      Lagðar fram svohljóðandi tillögur varðandi aðalfund ársins 2013:

·         Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2013 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur. Samþykkt samhljóða.

·         Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2012. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011. Samþykkt samhljóða.

·         Í samræmi við tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur þann 14. júní 2012, leggur stjórn til við aðalfund að eigendafundur verði boðaður til að kjósa löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag fyrir árið 2013 þegar niðurstöður útboðs Reykjavíkurborgar og dótturfyrirtækja hennar um kaup á endurskoðunarþjónustu liggja fyrir. Samþykkt samhljóða.

5.      Vindmyllur. Formaður stjórnar lýsti sig vanhæfan til þátttöku í meðferð málsins og vék af fundi áður en lögð var fram svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð og samningi um vindmyllur:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir fyrirliggjandi samning um kaup á rafmagni og rannsóknargögnum frá vindrafstöðvum.

Samþykkt með 4 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

6.      Lögð fram minnisblöð regluvarðar OR og lögmanns OR varðandi málefni innherja og leka á trúnaðarupplýsingum, sem birtar voru í fjölmiðlum þann 9. maí sl. Umræður.

Stjórn felur forstjóra að gera tillögu að verklagi varðandi samskipti við eigendur um fjármálagerninga og þörf á staðfestingu eigenda á ákvörðunum stjórnar.

Kl. 11:50 vék Ragnar Frank Kristjánsson af fundi.

7.      Gunnar Gunnarsson og Helgi Leifsson kynntu forðafræði Hengilssvæðisins, vinnslu til framtíðar og mögulega tengingu svæða.

Stjórn ræddi málið ítarlega og felur forstjóra að halda sambærilegar kynningar fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum eigenda og öðrum hagsmunaaðilum.

8.      Til undirbúnings fyrir starfsdag stjórnar og framkvæmdastjórnar voru lögð fram drög að dagskrá starfsdags, drög að starfsreglum stjórnar, drög að heildarstefnu og dæmi um árangursmælikvarða.

9.      Skýrsla forstjóra um starfsemina á milli stjórnarfunda lögð fram.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:15.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Auður Hermannsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir,

Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.