Fundargerð stjórnar #184

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, föstudaginn 22. mars kl. 9:00 var haldinn 184. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson og Ragnar Frank Kristjánsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 183 lögð fram, samþykkt og árituð.

2.      Ársreikningur 2012 lagður fram. Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir, endurskoðendur frá KPMG, mættu á fundinn ásamt Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála og Rannveigu Tönyu Kristinsdóttur, forstöðumanni reikningshalds OR. Auðunn skýrði reikninginn og helstu niðurstöður.  Einnig kynnt endurskoðunarskýrsla. Umræður.

Gylfi Magnússon gerði grein fyrir skýrslu endurskoðunarnefndar.

Innri endurskoðandi, Guðmundur I. Bergþórsson, gerði grein fyrir ársskýrslu innri endurskoðanda og mati á stjórnarháttum, áhættustýringu og eftirliti innan Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012.

Ársreikningur 2012 borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður.

3.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála kynnti áhættuskýrslu, dags. 28.2.2013 og áhrif fyrirhugaðra aðgerða á áhættu fyrirtækisins, dags. sama dag. Einnig kynnt staða aðgerðaáætlunar OR og eigenda (Plansins) í árslok 2012. Ingvar kynnti fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við áhættu í rekstri og þau áhrif sem verða munu af þeim aðgerðum.

[Fjórar tillögur teknar út vegna trúnaðar.

Allar samþykktar með fjórum samhljóða atkvæðum. Kjartan Magnússon sat hjá].

4.      Eignasala. Hálfdan Gunnarsson og Ingvar Stefánsson kynntu tillögur um sölu eigna og svöruðu spurningum stjórnarmanna.

Lögð fram svohljóðandi tillaga um sölu Magma skuldabréfs, tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn OR samþykkir að heimila forstjóra að ganga til viðræðna við Landsbréf um töku tilboðs A með fyrirvara um samþykki endanlegs samnings.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon situr hjá.

Lögð fram svohljóðandi tillaga um sölu fasteigna við Bæjarháls 1:

Stjórn OR veitir forstjóra heimild til að undirrita sölu- og leigusamninga vegna sölu og endurleigu á fasteignum OR við Bæjarháls og Réttarháls með fyrirvara um að efnislegar breytingar á fyrirliggjandi drögum muni ekki eiga sér stað.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon situr hjá.

Lagt fram og undirritað umboð til forstjóra vegna sölu á Perlunni til Reykjavíkurborgar.

5.      Lögð fram skýrslan „Raforkuöflun fyrir almenna markaðinn með sérstöku tilliti til aðildar að Hrafnabjargavirkjun hf., dags. 19. mars 2013.

Einnig lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga sem frestað var á SF178:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur heimilar forstjóra að ganga til samninga við meðeigendur OR í Hrafnabjargavirkjun hf. með það að markmiði að þeir eignist hlut Orkuveitunnar og að hún gangi þar með alfarið út úr félaginu. Endanlegt samkomulag þar um verði lagt fyrir stjórn OR til samþykktar.

Frestað.

6.      Starfsreglur starfskjaranefndar.

Tekið af dagskrá.

7.      Kynnt niðurstaða úr könnuninni Ánægjuvoginni 2012.

Tekið af dagskrá.

8.      Lögð fram skýrsla forstjóra.

Tekið af dagskrá.

9.      Önnur mál.

·         Lagðir fram nýlegir héraðsdómar um vatnsgjöld.

·         Lagt fram erindi um málverk af fyrrverandi hitaveitustjóra

Tekið af dagskrá.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:50

Haraldur Flosi Tryggvason,

Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.