Fundargerð stjórnar #182

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2013, föstudaginn 25. janúar kl. 14:00 var haldinn 182. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerðir SF 180 og 181 lagðar fram, samþykktar og áritaðar.

 

2.      Lögð fram tillaga Kjartans Magnússonar frá 21. desember sl. um að aflétta trúnaði af minnisblaðinu „Sala Perlunnar og þörf OR fyrir tankarými frá 2013-2023".

Tillagan felld með 4 atkvæðum Haraldar Flosa Tryggvasonar, Gylfa Magnússonar, Brynhildar Davíðsdóttur og Hrannar Ríkharðsdóttur gegn 1 atkvæði Kjartans Magnússonar. Sóley Tómasdóttir situr hjá . Kjartan Magnússon óskar bókað:

 

Í minnisblaðinu ,,Sala Perlunnar og þörf OR fyrir tankarými 2013-2023“ koma fram mikilvægar upplýsingar um þörf Orkuveitunnar fyrir hitaveitugeyma á næstu árum. Með birtingu minnisblaðsins hefði engum viðskiptahagsmunum Orkuveitunnar verið stefnt í hættu því efni þess fjallar aðallega um áhrif fyrirhugaðrar sölu á afhendingaröryggi hitaveitunnar í vesturhluta borgarinnar. Með því að fella framlagða tillögu þjóna fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins leyndarhyggju með því að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar komi fyrir sjónir almennings.

 

3.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra, dags. 25.01.2013 um sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls:  Tillögunni fylgir greinargerð.

 

Stjórn OR veitir forstjóra heimild til að samþykkja kauptilboð B frá Straumi fjárfestingarbanka hf. f.h. óstofnaðs samlagshlutafélags með fyrirvara um samþykki endanlegs kaup- og leigusamnings.

 

Hálfdan Gunnarsson forstöðumaður innkaupa og Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála komu á fundinn og kynntu framkomin tilboð í fasteignir Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

 

4.      Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnarformanns, dags 25.01.2013 um að skipa starfskjaranefnd:  Tillögunni fylgir greinargerð.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að skipa starfskjaranefnd er geri tillögu að starfskjarastefnu í samræmi við áskilnað í eigendastefnu.

Starfskjaranefnd skal leggja tillögu að starfsreglum nefndarinnar fyrir stjórn eigi síðar en á marsfundi stjórnar.

 

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá. Jafnframt ákveðið að skipa Brynhildi Davíðsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Ástu Bjarnadóttur í starfskjaranefnd

 

5.      Lögð fram tillaga, dags. 25.01.2013 um fjárhagsáætlun fyrir stjórn og undirnefndir vegna ársins 2013.

Samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

 

6.      Lögð fram verklýsing innri endurskoðunar og starfsreglur endurskoðunarnefndar.

Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi, kynnti erindisbréf innri endurskoðunar og breytingar frá fyrri útgáfu.

Samþykkt.

Gylfi Magnússon kynnti breytingu á starfsreglum endurskoðunarnefndar.

Samþykkt.

 

7.      Afturköllun umboða vegna Reyst lögð fram og undirrituð.

 

8.      Lögð fram tillaga forstjóra dags. 25.01.2013 um boðun eigendafundar vegna málefna fráveitu.

Samþykkt.

 

9.      Þjónustusamningur um Heiðmörk milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur lagður fram og kynntur.

Afgreiðslu frestað.

 

10.  Lögð fram drög að Umhverfisskýrslu ársins 2012. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, kynnti drögin og svaraði fyrirspurnum.

 

11.  Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála fór yfir stöðu fjármögnunar og lagði fram áhættuskýrslu, dags. 31.12.2012.

 

12.  Forðafræði jarðhitasvæða.

Tekið af dagskrá og forstjóra falið að efna til sérstakrar kynningar á málinu fyrir stjórn og fulltrúa eigenda.

 

13.  Lagt fram minnisblað um rafpósta, dags. 10. desember 2012.

 

14.  Lagt fram minnisblað forstjóra dags. 22.01.2013 um samninga við Frumherja um mælaþjónustu.

 

15.  Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu forstjóra um starfsemina frá síðasta fundi. Kjartan Magnússon óskar bókað:

 

Í tengslum við fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni fyrir 950 milljónir króna gaf formaður borgarráðs út yfirlýsingar í fjölmiðlum um að sú leið, að selja Perluna til fjárfesta, hafi ekki reynst fær þar sem öll tilboð hafi gert ráð fyrir byggingu hótels eða annarri uppbyggingu í Öskjuhlíð. Af þessu tilefni er rétt að fram komi að í maí sl. barst Orkuveitunni formlegt kauptilboð í Perluna að upphæð 950 millj. króna frá einkaaðila hér í borg án nokkurs fyrirvara um breytingar á skipulagi né annað.

Umræddar fullyrðingar formanns borgarráðs um sölu Perlunnar eiga því ekki við rök að styðjast. Benda þessar yfirlýsingar til þess að miðlun upplýsinga milli borgarráðs Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sé stórlega ábótavant.

 

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 16:45.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir,Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.