STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
Ár 2012, föstudaginn 21. desember kl. 11:30 var haldinn 181. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var símafundur.
Þessi hringdu inn á fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.
Einnig var Bjarni Bjarnason, forstjóri, á fundinum.
Fundarritari var Elín Smáradóttir.
Þetta gerðist:
Lögð fram svohljóðandi tillaga varðandi gjaldskrá fráveitu. Tillögunni fylgir greinargerð:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2013 hækki um 8,5% frá gjaldskrá ársins 2012 og verði sem hér segir:
Sveitarfélag | Fast gjald kr./matseiningu | Breytilegt gjald kr./fermetra |
Veitusvæði I-Reykjavík | 8.967,36 | 346,13 |
Veitusvæði II-Akranes | 8.967,36 | 346,13 |
Veitusvæði III-Borgarbyggð* | 11.881,74 | 458,55 |
*Verð á veitusvæði III verður það sama og í Reykjavík og Akranesi út árið 2015 í samræmi við samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fast gjald 8.967,36 kr./matseiningu og 346,13 kr./fermetra.
Fyrir fasteignir í landi Krosslands í Hvalfjarðarsveit gildir verð skv. veitusvæði II – Akranes.
Samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.
Lögð fram svohljóðandi tillaga Kjartans Magnússonar:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að aflétta trúnaði af minnisblaðinu ,,Sala Perlunnar og þörf OR fyrir tankarými frá 2013-2023", sem lagt var fram á stjórnarfundi fyrirtækisins 14. desember sl. Í minnisblaðinu koma fram mikilvægar upplýsingar um þörf Orkuveitunnar fyrir tankarými m.t.t. afhendingaröryggis hitaveitunnar í vesturhluta borgarinnar, sem gaumgæfa þarf áður en endanleg ákvörðun verður tekin um leigu á hitaveitugeymi undir sýningarhald á umræddu tímabili.
Stjórnarformaður lagði til að umfjöllun um tillöguna yrði frestað. Samþykkt.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11:45.
Haraldur Flosi Tryggvason,
Brynhildur Davíðsdóttir,Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir,
Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.