Fundargerð stjórnar #180

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2012, föstudaginn 14. desember kl. 9:00 var haldinn 180. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson og Ragnar Frank Kristjánsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 179 lögð fram, samþykkt og árituð.

2.      Áður framlögð drög að viðaukum við samninga OR og eigenda um sameiningu  fráveitna rædd og mismunandi sjónarmið eigenda um gjaldskrársvæði reifuð. Afgreiðslu frestað og því beint til eigenda að leysa úr ágreiningi um gjaldskrársvæði. Samþykkt að boða til símafundar um málið, miðvikudaginn 19. desember 2012 kl. 15:15.

3.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra varðandi Hrafnabjargvirkjun, tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur heimilar forstjóra að ganga til samninga við meðeigendur OR í Hrafnabjargavirkjun hf. með það að markmiði að þeir eignist hlut Orkuveitunnar og að hún gangi þar með alfarið út úr félaginu.  Endanlegt samkomulag þar um verði lagt fyrir stjórn OR til samþykktar.

Umræður.  Ákvörðun frestað.  Samþykkt að fela forstjóra að láta framkvæma áhættumat á tillögunni og móta jafnframt tillögu að stefnu um orkuöflun fyrirtækisins til lengri tíma.

4.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu um breytingar á lánasamningi og skuldabréfi.  Tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir skilmálabreytingar á skuldabréfi útgefnu af Orkuveitu Reykjavíkur þann 13. apríl 2011 og samsvarandi skilmálabreytingar á lánasamningi milli Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda sem undirritaður var þann 13. apríl 2011 til samræmis við forsendur og áætlanir vegna samkomulags um aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt.

5.      Lögð fram svohljóðandi tillaga varðandi sölu Perlunnar.  Tillögunni fylgir greinargerð. Jafnframt lögð fram drög að kaupsamningi og afsali ásamt áhættugreiningu.  Umræður.

Stjórn OR samþykkir að veita forstjóra heimild til að undirrita kaupsamning og afsal vegna Perlunnar.

Samþykkt með 5 atkvæðum.  Kjartan Magnússon situr hjá og óskar bókað:

Í greinargerð með þeirri tillögu, sem nú hefur verið samþykkt, segir að samhliða kaupsamningi verði jafnframt gerður tíu ára leigusamningur vegna eins hitaveitugeymis.  Ef fyrirætlanir um þéttingu byggðar í vesturhluta borgarinnar, t.d. með byggingu nýs Landspítala, verða að veruleika verður það æskilegt ef ekki óhjákvæmilegt í þágu afhendingaröryggis hitaveitunnar, að taka umræddan geymi í notkun fyrir framrásarvatn.  Einnig þarf að hafa í huga mikilvægt hlutverk hitaveitugeymanna þegar alvarlegar bilanir verða í kerfinu en líklegt er að slíkum bilunum fjölgi í ljósi þess að ákveðið hefur verið að endurnýjun og viðhald kerfisins verði í algeru lágmarki á næstu árum.  Vakin er athygli á eftirfarandi setningu í framlögðu minnisblaði um málið:

[Málsgrein tekin út vegna trúnaðar.]

Flest bendir því til að út frá afhendingaröryggi hitaveitu sé óábyrgt að leigja umræddan geymi.

6.      Lögð fram svohljóðandi tillaga um sölu höfuðstöðva OR, tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn OR veitir forstjóra heimild til að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa í fasteignir félagsins við Bæjarháls og Réttarháls með fyrirvarara um samþykki endanlegs kaupsamnings.

Samþykkt.

Kl. 11:30 vék Jóhann Ársælsson af fundi.

7.      Guðmundur I. Bergþórsson lagði fram og kynnti áætlun endurskoðunarnefndar varðandi verklag og kostnaðaráætlun vegna staðfestingar á viðbrögðum við gagnrýni í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur.  Gylfi Magnússon vék af fundi við umfjöllun málsins.

Áætlunin samþykkt.

8.      Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns um starfskjarastefnu. Tillögunni fylgir greinargerð og minnisblað:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að skipa starfskjaranefnd er geri tillögu að starfskjarastefnu í samræmi við áskilnað í eigendastefnu.

Jafnframt lagt til að skipa Ástu Bjarnadóttur, Brynhildi Davíðsdóttur og Sóley Tómasdóttur í nefndina.

Frestað.

9.      Svanbjörn Thoroddsen og Auðunn Guðjónsson frá KPMG kynntu drög að fjármagnsskipan samstæðu OR vegna uppskiptingar.

10.  Nöfn og kennimerki eftir uppskiptingu OR.  Til kynningar.  Frestað.

11.  Samningur um Heiðmörk.  Til kynningar.  Frestað.

12.  Fjármögnun OR til lengri og skemmri tíma.  Til upplýsingar.  Frestað.

13.  Forðafræði jarðhitasvæða OR.  Kynning.  Frestað.

14.  Rafpóstar.  Minnisblað til upplýsingar.  Lagt fram.

15.  Skýrsla forstjóra.  Til upplýsingar.  Frestað.

16.  Önnur mál.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir,Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.