Fundargerð stjórnar #176

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2012, föstudaginn 21. september kl. 9:00 var haldinn 176. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Jóhann Ársælsson og  Ragnar Frank Kristjánsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 175 lögð fram, samþykkt og árituð.

2.      Lagt fram fundadagatal stjórnar fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður í apríl 2013.
Samþykkt, þó þannig að dagsetning desemberfundar 2012 verði ákveðin síðar og að starfsdagur stjórnar verði 11. október 2012 kl. 9:00-15:00.

3.      Lögð fram að nýju tillaga Kjartans Magnússonar um birtingu rekstrarupplýsinga Gagnaveitu Reykjavíkur.

Formaður lagði fram sh. málsmeðferðartillögu:

Í ljósi ákvörðunar sem tekin var á 172. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi það að gögn, sem lögð eru fram á fundum stjórnar varðandi lögbundin verkefni og sérleyfisstarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, en ekki samkeppnisstarfsemi fyrirtækisins skuli birt með sama hætti og gögn sem lögð eru fram í stjórnsýslu eigendasveitarfélaga fyrirtækisins og ákvörðunar sem tekin var á 174. fundi stjórnar um það hvernig upplýsingar um Gagnaveitu Reykjavíkur verði birtar, er lagt til að tillögu Kjartans Magnússonar, sem lögð var fram á 160. fundar stjórnar, um að leynd verði aflétt af tillögu ásamt greinargerð um lán Landsbanka Íslands til Gagnaveitu Reykjavíkur dags. 20. júní 2011 og minnisblaði um fjármögnun Gagnaveitunnar fyrir árið 2011, verði vísað frá.

Afgreiðslu frávísunartillögunnar er frestað að beiðni Sóleyjar Tómasdóttur.

Jafnframt er forstjóra falið að flytja stjórn ítarlega kynningu á fjárhag og starfsemi GR.

Einnig var gerð munnlega grein fyrir umræðum innan Eigendanefndar OR um afgreiðslu á erindi stjórnar varðandi sölu á GR.

4.      Lögð fram fjárhagsáætlun 2013 og 5 ára áætlun, drög. dags. 19.9.2012.

Á fundinn komu Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, og Bjarni Freyr Bjarnason, forstöðumaður hagmála, kynntu áætlunina og svöruðu spurningum.

Umræður.

Afgreiðslu áætlunar frestað til símafundar sem ákveðinn er þriðjudaginn 25. september 2012 kl. 10:00.

5.      Lögð fram áhættuskýrsla dags. 31.8.2012.
Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, gerði sérstaka grein fyrir áhættu-vörnum hvað varðar vexti og álverð.

6.      Lögð fram drög að umhverfisstefnu.
Á fundinn kom Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri og kynnti tillögu að nýrri umhverfisstefnu OR og svaraði spurningum.

Umræður.

Afgreiðslu frestað til starfsdags stjórnar, sbr. lið 2. í fundargerðinni.

Einnig ákveðið að kynning á Eigendastefnu OR og verkefni sem fylgja samþykkt hennar fari þá einnig fram, sbr. lið 8 í fundarboði.

7.      Lagt fram að nýju minnisblað borgarlögmanns dags. 7.7.2012.

Páll Erland, framkvæmdastjóri Veitna fór yfir fráveitusamninga og uppbyggingu gjaldskrár m.t.t. sjónarmiða Reykjavíkurborgar í minnisblaðinu og sjónarmiða OR.

Umræður og ákveðið að málið komi fyrir stjórn að nýju þegar línur skýrast í viðræðum við eigendasveitarfélögin.

8.      Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Virkjana og sölu til forstjóra um Hrafnabjargavirkjun dags. 20.9.2012.

Forstjóri kynnti efni minnisblaðsins.

Umræður.

Óskað er kynningar á fyrirliggjandi hugmyndum um verkefnið á næsta fundi stjórnar.

Brynhildur Davíðsdóttir vék af fundi kl. 12:45.

9.      Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu um starfsemina milli stjórnarfunda.

10.  Önnur mál:

·         Stjórnarmönnum og varamönnum í stjórn ásamt mökum er boðið á Árshátíð Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldin verður á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík, laugardaginn 13. október 2012.

·         Kjartan Magnússon lagði fram sh. fyrirspurn:

Borist hafa kvartanir um að Gagnaveita Reykjavíkur hafi að undanförnu samið um verk fyrir verulegar fjárhæðir án útboða.  Óskað er eftir minnisblaði um innkaupamál Gagnaveitunnar með upplýsingum um öll kaup fyrirtækisins á vörum og þjónustu, sem fram hafa farið án útboðs á árunum 2011-2012 og nema meiri en einni milljón króna.  Þar verði einnig gerð grein fyrir stefnu og verklagi Gagnaveitunnar í útboðsmálum, hvort hún sé frábrugðin útboðsstefnu OR og þá að hvaða leyti.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:15.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson,

Kjartan Magnússon, Ragnar Frank Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir.