Fundargerð stjórnar #169

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2012, föstudaginn 20. janúar kl. 9:00 var haldinn 169. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Björn Bjarki Þorsteinsson, Auður Hermannsdóttir, Gylfi Magnússon, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson innri endur-skoðandi.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð SF 168 lögð fram, samþykkt og undirrituð.

Björn Bjarki Þorsteinsson tók sæti á fundinum kl. 9:30.

2.      Lögð fram skýrsla forstjóra. Jafnframt lagt fram minnisblað um rekstrartilvik hjá OR vegna bilunar hjá Landsneti 10. janúar sl. og minnisblað um listaverk við Hellisheiðarvirkjun. Umræður.

3.      Drög að áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram að nýju. Einnig lagður fram tölvupóstur Jóhanns Þórðarsonar til lögfræðings OR, dags. 10.1.2012, og tölvupóstur forstjóra til stjórnarmanna, dags. 15.1.2012. Sömuleiðis Áhættuskýrsla OR, drög miðað við 30.12.2011 og Molar frá Fjármálasviði, dags. 18.1.2012.

Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri fjármála kynnti gögnin.

Áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur samþykkt einróma. Jafnframt samþykkt að fela forstjóra að kynna hana fyrir eigendum og finna farveg fyrir þróun hennar.

4.      Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns stjórnar:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að skipa Gylfa Magnússon, Ingvar Garðarsson og Sigríði Ármannsdóttur í endurskoðunarnefnd skv. lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.

Þóknun nefndarmanna verði miðuð við greiðslur til varamanna í stjórn OR.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt og stjórn bókar að þóknun nefndarmanna verði endurskoðuð í tengslum við aðalfund OR 2012.

Gylfi Magnússon tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

5.      Staða mála í samskiptum við Norðurál.

Jóhannes Karl Sveinsson hrl. kynnti stöðu mála í gerðardómsmáli um skert orkukaup, sem HS Orka stefndi OR til aðildar að. Umræður.

Á fundinn komu einnig Gunnar Tryggvason og Magnús Erlendsson frá KPMG og kynntu stöðu samskipta við Norðurál í framhaldi af niðurstöðu gerðardóms í máli Norðuráls gegn HS Orku um gildi orkukaupasamninga vegna Helguvíkur.

Ákveðið að kynna stöðuna fyrir fulltrúum eigenda.

Ingvar, Jóhannes Karl, Gunnar og Magnús viku af fundi.

6.      Fundadagadal stjórnar lagt fram, áformaðir fundir fram að aðalfundi 2012.

Forstjóra falið að leggja fram tillögu að nýju fundadagatali.

7.      Á fundinn kom Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR og flutti kynningu um starfsemi Hellisheiðarvirkjunar m.t.t. ákvæða reglugerðar nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

8.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra, dags. 18. janúar 2012:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur veitir forstjóra heimild til að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa í Hlíðaveitu.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Einnig lagt fram verðmat HF Verðbréfa á Hlíðaveitu, dags. 18. janúar 2012.

Afgreiðslu frestað.

9.      Lögð fram eftirfarandi tillaga forstjóra, dags. 17.1.2012:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur heimilar forstjóra fyrir hönd fyrirtækisins, að færa Háskóla Íslands að gjöf þann búnað sem áður tilheyrði Rafheimum auk eftirstöðva þeirra fjármuna sem Orkuveita Reykjavíkur lagði í Undirbúningsfélag Tilraunahúss, enda haldi HÍ áfram þeirri fræðslu sem stunduð var í Rafheimum.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Einnig lagður fram óundirritaður gjafasamningur við Háskóla Íslands.

Afgreiðslu frestað.

10.  Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Kjartans Magnússonar og Júlíusar Vífils Ingvarssonar:

Í samræmi við markmið um gegnsæi í vinnubrögðum og eðlilega upplýsingagjöf til almennings, samþykkir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að leynd verði aflétt af tillögu ásamt greinargerð um lán Landsbanka Íslands til Gagnaveitu Reykjavíkur dags. 20. júní 2011 og minnisblaði um fjármögnun Gagnaveitunnar fyrir árið 2011. Umrædd gögn voru lögð fyrir stjórnarfund Orkuveitunnar 23. júní sl. Tillagan var samþykkt á umræddum stjórnarfundi en var þó ekki birt orðrétt í fundargerð fundarins. Er jafnframt samþykkt að úr því verði bætt.

Jafnfram lögð fram að nýju gögn um málið frá stjórnarfundum 158, 160, 161 og 167.

Tekið af dagskrá.

11.  Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Kjartans Magnússonar:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að upplýst verði opinberlega um tilboðsgjafa og fjárhæðir þeirra sex tilboða, sem bárust í Perluna. Einnig verði upplýst um helstu hugmyndir og fyrirvara, sem tengjast umræddum tilboðum, þannig að almenningi verði ljóst með hvaða hætti þau fela í sér breytingar á deiliskipulagi og hugsanleg kaup á byggingarrétti í Öskjuhlíð.

Einnig lagt fram minnisblað lögfræðings OR um málið og tilboðin sex sem bárust í Perluna.

Tekið af dagskrá.

12.  Önnur mál.

·         Lögð fram fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur, haldins 5.1.2012.

·         Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 4.1.2012, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar 3.1. hafi verið samþykkt að Auður Hermannsdóttir taki sæti varmanns í stjórn OR í stað Ingrid Kuhlman.

·         Lagt fram minnisblað Jakobs S. Friðrikssonar um stöðu Metans, sbr. fundargerð 165. fundar stjórnar.

·         Kjartan Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að gögn, sem lögð eru fram á fundum stjórnar, verði opinber með sama hætti og gögn, sem lögð eru fram í stjórnsýslu eigendasveitarfélaga fyrirtækisins, nema stjórn ákveði annað.

            Tillögunni fylgir greinargerð.

            Afgreiðslu frestað.

Fleira gerðist ekki.  Fundi slitið kl. 12:05.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Auður Hermannsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Gylfi Magnússon,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.