Fundargerð stjórnar #166

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, mánudaginn 28. nóvember kl. 9:00 var haldinn 166. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon og Hrönn Ríkharðsdóttir tóku þátt í fundinum um fjarfundabúnað.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri, Ingvar Stefánsson og Rannveig Tanya Kristinsdóttir.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Árshlutareikningur 1. janúar-30. september 2011 lagður fram. Hlynur Sigurðsson, endurskoðandi KPMG, kynnti reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn borinn upp og samþykktur.

Fleira gerðist ekki.  Fundi slitið kl. 9:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.