Fundargerð stjórnar #164

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, mánudaginn 14. nóvember kl. 8:00 var haldinn 164. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason,  Gylfi Magnússon,  Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir tóku þátt í fundinum um fjarfundabúnað.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri, Ingvar Stefánsson og Bjarni Freyr Bjarnason.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fjárhagsáætlun 2012 ásamt 5 ára áætlun 2012 – 2017 borin upp.

Samþykkt með 4 atkvæðum.  Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.

Kjartan Magnússon óskar bókað:

 Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun verða fjárveitingar til viðhalds og endurnýjunar veitukerfa nálægt lágmarki á næsta ári þrátt fyrir að mörg verkefni á þessu sviði séu orðin aðkallandi. Á sama tíma og teflt er á tæpasta vað varðandi þessa mikilvægu kjarnastarfsemi fyrirtækisins, í sparnaðarskyni ef marka má meirihluta stjórnar, er gert ráð fyrir því í áætlunum að Gagnaveita Reykjavíkur, sem starfar á samkeppnismarkaði, haldi áfram að taka fé að láni vegna nýframkvæmda í fjarskiptalögnum. Er áætlað að ný lántaka þessa dótturfyrirtækis Orkuveitunnar muni nema um 1.400 milljónum króna til ársins 2014. Slík lántaka hefur að sjálfsögðu áhrif á efnahag samstæðu OR.

Fleira gerðist ekki.  Fundi slitið kl. 8:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.