Fundargerð stjórnar #163

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, föstudaginn 11. nóvember kl. 9:00 var haldinn 163. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun 2012 ásamt 5 ára áætlun 2012 – 2017. Umræður

2.      Önnur mál.

Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur til iðnaðarráðherra, dags. 8. nóvember 2011, þar sem þess er þess farið á leit að gildistöku 2.-4. málsliða 1.mgr. 14.gr. laga nr. 65/2003 verði frestað um eitt ár.

Fleira gerðist ekki.  Fundi slitið kl. 10:30.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon,

Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.