Fundargerð stjórnar #160

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 12:00 var haldinn 160. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Gylfi Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir, Jóhann Ársælsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson.

Einnig sat fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð 159. fundar stjórnar lögð fram og staðfest.

2.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 22.08.2011 varðandi skil á vatnsveitu í Bæjarsveit:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að ganga til samninga við Borgarbyggð um yfirtöku sveitarfélagsins á vatnsveitu í Bæjarsveit með þeim réttindum og skyldum sem vatnsveitunni fylgja.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Tillagan samþykkt. Niðurstaða samningaviðræðna komi til samþykktar stjórnar.

3.      Lagt fram 6 mánaða árshlutauppgjör. Hlynur Sigurðsson og Auðunn Guðjónsson, endurskoðendur KPMG, Ingi Jóhannes Erlingsson og Rannveig Tanya Kristinsdóttir, kynntu uppgjörið og svöruðu spurningum.

Árshlutareikningurinn staðfestur.

4.      Önnur mál.

Lögð fram svohljóðandi tillaga Kjartans Magnússonar og Júlíusar Vífils Ingvarssonar:

Í samræmi við markmið um gegnsæi í vinnubrögðum og eðlilega upplýsingagjöf til almennings, samþykkir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að leynd verði aflétt af tillögu ásamt greinargerð um lán Landsbanka Íslands til Gagnaveitu Reykjavíkur dags.  20. júní 2011 og minnisblaði um fjármögnun Gagnaveitunnar fyrir árið 2011. Umrædd gögn voru lögð fyrir stjórnarfund Orkuveitunnar 23. júní sl. Tillagan var samþykkt á umræddum stjórnarfundi en var þó ekki birt orðrétt í fundargerð fundarins. Er jafnframt samþykkt að úr því verði bætt.  

Stjórn samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar og óska lögfræðilegrar skoðunar.

Fleira gerðist ekki.  

Fundi slitið kl. 13:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon,

Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson.

Fundargerð: