Fundargerð stjórnar #158

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011,fimmtudaginn 23. júní kl. 11:00 var haldinn 158. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Ragnar Frank og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson innri endurskoðandi OR.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð 157. fundar stjórnar lögð fram og staðfest.

2.      Forstjóri lagði fram og skýrði skýrslu forstjóra til stjórnar, dags. 21. júní 2011.

3.      Eftirfarandi tillaga varðandi aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur 2011 var lögð fram:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur næsta ár.

Tillögunni fylgdi minnisblað fjármálasviðs Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21. júní 2011. Umræður. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum.  Kjartan Magnússon sat hjá.

4.      Forstjóri gerði grein fyrir tillögu ásamt greinargerð um lán Landsbanka til Gagnaveitu Reykjavíkur, sem frestað var á 157. fundi.  Einnig lagt fram minnisblað til forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. júní 2011.  Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, mætti á fundinn og skýrði málið.  Umræður.  

Samþykkt með 5 atkvæðum.  Kjartan Magnússon greiðir atkvæði gegn tillögunni og bókar:

Orkuveitan starfar nú eftir neyðaráætlun í fjármálum þar sem fyrirætlanir um endurfjármögnun lána hafa ekki gengið eftir. Samkvæmt áætluninni verða fjárveitingar til framkvæmda vegna viðhalds og endurnýjunar skornar niður í stórum stíl þótt ljóst sé að brýn þörf er fyrir endurnýjun og viðhald í veitukerfum á starfsvæði fyrirtækisins. Á meðan teflt er á tæpasta vað hvað þessa kjarnastarfsemi varðar skýtur skökku við að dótturfélagi Orkuveitunnar skuli vera heimilað að taka lán vegna nýrra framkvæmda í fjarskiptalögnum, sem þar að auki starfar á samkeppnismarkaði. Einnig skýtur skökku við að á sama tíma og Orkuveitan þarf á öllum tekjum sínum að halda skuli stjórn fyrirtækisins samþykkja mögulega seinkun afborgana af láni þess til Gagnaveitunnar.

5.      Forstjóri lagði fram og kynnti umfjöllun um mögulega málsmeðferð varðandi flýtt starfslok, dags. 21. júní 2011. Umræður.  Stjórn telur jákvætt að starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur öðlist möguleika á flýttum starfslokum með þeim hætti sem lýst er.

6.      Forstjóri lagði fram drög að eigendastefnu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og erindi formanns eigendanefndar til forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur varðandi uppskiptingu OR, dags. 15. júní 2011.

7.      Lagt fram svar Norðuráls við ósk um heimild til birtingar raforkuverðs, dags. 24. nóvember 2011.  Sóley Tómasdóttir óskar bókað:

Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ítrekar þá eindregnu skoðun sína að raforkusölusamningar skuli vera opinberir, enda varða viðskiptin ríka almannahagsmuni. Nauðsynlegt er að almenningur geti fylgst með og veitt stjórn fyrirtækisins virkt aðhald byggt á nauðsynlegum upplýsingum.

8.      Umsagnir um lagafrumvörp. Lagt fram minnisblað lögmanns OR, dags. 30. maí 2011 og umsögn OR um frumvarp til upplýsingalaga, dags. 14. mars 2011.

Sóley Tómasdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur telur brýnt að umsagnir fyrirtækisins um lagafrumvörp verði framvegis lögð fyrir stjórn til samþykktar.  Lagasetning er alltaf af pólitískum toga og því óhjákvæmilegt að stjórn fyrirtækisins sem fer með hlutverk stefnumótunaraðila sé upplýst um umsagnir og hafi möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem slík.  Reynist ekki unnt að leggja umsagnirnar fyrir á formlegum fundum verður að veita upplýsingar um málið og gefa fulltrúum í stjórn kost á að gera athugasemdir með rafrænum hætti milli funda.

Tillögunni frestað.

9.      Lögð fram til kynningar lög um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur (stjórnarformaður, kynjahlutföll í stjórn), samþykkt á Alþingi 11. maí 2011.

10.  Eftirfarandi kjarasamningar Orkuveitu Reykjavíkur við stéttarfélög voru lagðir fram og staðfestir:

·               Samiðn - Samband iðnfélaga

·               Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ)

·               VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna (v/málmiðnaðarmanna)

·               VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna (v/vélstjóra)

·               Stéttarfélag verkfræðinga og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands

·               Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

·               Verkstjórasamband Ísland

·               Eflingu

·               Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

11.  Tillaga Kjartans Magnússonar um Gagnaveitu Reykjavíkur frá 18. mars lögð fram. Samþykkt að vísa tillögunni til meðferða eigendanefndar.

12.  Önnur mál.

a.       Stjórnarformaður lagði fram og kynnti erindi Ólafs Björnssonar, dags. 10. maí 2011 varðandi Hagavatnsvirkjun.  Forstjóra falin úrvinnsla erindisins.

b.      Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra fjármála.  Frestað.

c.       Álit innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar vegna ráðningar forstjóra OR. Frestað.

Næsti fundur ákveðinn 12. ágúst 2011 kl. 9:00.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Ragnar Frank og Sóley Tómasdóttir.