Fundargerð stjórnar #157

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, miðvikudaginn 1. júní kl. 16:00 var haldinn 157. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson innri endurskoðandi OR.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð 156. fundar stjórnar lögð fram og staðfest.

 

2.        Forstjóri lagði fram og skýrði skýrslu forstjóra til stjórnar, dags. 30. maí 2011. Umræður.

Samþykkt að fela forstjóra að leita eftir samstarfi við Árbæjarsafn um safnmuni minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur.

 

3.      Skipulag OR.  Bjarni Snæbjörn Jónsson mætti á fundinn og kynnti nýtt skipurit Orkuveitu Reykjavíkur ásamt forstjóra.  Umræður.

 

Stjórn samþykkti eftirfarandi bókun:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur áherslu á að kynjahlutföll verði sem jöfnust í nýjum stjórnendahópi fyrirtækisins. Stjórn skorar á forstjóra að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi við undirbúning þeirra ráðninga sem framundan eru og að ráða hæfasta einstakling í hverja stöðu.

 

4.      Eftirfarandi tillögur varðandi aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur 2011 voru lagðar fram og samþykktar:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að veita stjórnarformanni umboð til boðunar aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2011 í samræmi við sameignarsamning og að höfðu samráði við eigendur.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2010. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011.

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2010 verði kr. 112.500 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæðir fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 31.500 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2011 kr. 112.500 á mánuði fyrir aðalmann og tvöfalt fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 31.500 á fund.

Eftirfarandi tillögu var frestað og samþykkt að fela forstjóra og stjórnarformanni skoðun fyrir næsta fund:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur næsta ár.

 

5.      Forstjóri lagði fram og kynnti minnisblað og tillögu varðandi sölu stærri og flóknari eigna OR. Tillagan samþykkt svo breytt:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að bjóða út þjónustu við sölu á eignum Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við fyrri ákvarðanir stjórnar.

 

6.      Forstjóri gerði grein fyrir tillögu um lán Landsbanka til Gagnaveitu Reykjavíkur. Frestað og óskað nánari upplýsinga um málið.

 

7.      Forstjóri lagði fram og kynnti svohljóðandi tillögu varðandi Prókatín ehf.:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að breyta 50 milljón króna fjárframlagi fyrirtækisins til Prókatíns ehf. í hlutafé á genginu 3 sbr. samning Prókatíns og Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykktur var á 89. fundi stjórnar þann 20. júní 2008.

Einnig samþykkir stjórn að Orkuveita Reykjavíkur fallist fyrir sitt leyti á að Landsvirkjun komi inn í Prókatín ehf. með sambærilegum hætti og Orkuveita Reykjavíkur.

Samþykkt.

 

8.      Svar Norðuráls, dags. 24. nóvember 2011 við ósk um heimild til birtingar raforkuverðs.  Frestað.

 

9.      Innri endurskoðandi lagði fram og gerði grein fyrir eftirfarandi málum:

 

a.       Ársskýrslu innri endurskoðunar árið 2010.

b.      Ársskýrsla og endurskoðunarbréf IE OR 2010.

c.       Stjórnarhættir OR, viðbrögð við ábendingum KPMG dags. 4. október 2010 og áliti IE í rekstrarúttekt stjórnenda, næstu skref.

d.      Minnisblað, Orkusala til Norðuráls - forsendur áætlun dags. 27. ágúst 2007.

e.       Verkefnaáætlun fyrir innri endurskoðun OR 2011 – 2013. Samþykkt.

f.       Rekstarúttekt stjórnenda frá júlí 2010 og skýrsla rýnihóps eigenda.  Lokaskýrsla innri endurskoðanda.  Frestað frá fundi 155.

g.      Minnisblað dags. 17. maí 2011 varðandi stjórnarhætti OR, viðbrögð við ábendingum KPMG og áliti innri endurskoðanda.

Samþykkt að fela innri endurskoðanda að gera tillögur í samræmi við efni minnisblaðsins.

 

10.  Umsagnir um lagafrumvörp, minnisblað lögmanns OR og umsögn OR um frumvarp til upplýsingalaga.  Frestað.

 

11.   Fundargerðir stjórnar OR.  Eftirfarandi tillaga stjórnarformanns lögð fram og kynnt. Tillögunni fylgir minnisblað lögmanns OR.

 

Með vísan til tillögu Kjartans Magnússonar á fundi stjórnar þann 15. apríl sl. og minnisblaðs lögfræðings fyrirtækisins, samþykkir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að veita aðgang að fundargerðum fyrirtækisins frá stofnun þess, enda verði þess er gætt að trúnaðarupplýsingar verði ekki birtar. Til þess að gæta trúnaðar verði fundargerðir birtar en þeir liðir teknir út úr þeim, sem hafa að geyma trúnaðarupplýsingar.

Samþykkt.

 

 

 

 

Sóley Tómasdóttir óskar bókað:

Fulltrúi vinstri grænna ítrekar þá afstöðu að orkusölusamningar skuli aðgengilegir almenningi.

 

12.  Lög um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur (stjórnarformaður, kynjahlutföll í stjórn), samþykkt á Alþingi 11. maí 2011.

Frestað.

 

13.  Önnur mál.

 

a.    Lögð fram skoðun innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar á ferli við ráðningu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags.  31. maí 2011.  Frestað.

b.      Hagavatnsvirkjun.  Frestað.

c.       Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra fjármála. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda OR, dags. 31. maí 2011.  Frestað.

d.      Trygging stjórnar og stjórnenda - tilhögun.  Frestað.

 

Næsti fundur ákveðinn 23. júní 2011 kl. 11:00.

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 18:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.