Fundargerð stjórnar #154

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, þriðjudaginn 29. mars kl. 13:00 var haldinn 154. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri, Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR, Ingi Jóhannes Erlingsson, fjármálastjóri OR og Rannveig Tanya Kristinsdóttir, sviðsstjóri reikningshalds.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð 153. fundar stjórnar lögð fram og staðfest.

2.      Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2010 lagður fram.

Stjórnarformaður upplýsti að aðgerðaáætlun OR og eigenda hafi verið samþykkt í byggðaráðum allra eigenda, með fyrirvara um staðfestingu borgar- og bæjarstjórna.

Hlynur Sigurðsson og Auðunn Guðjónsson, endurskoðendur hjá KPMG, kynntu reikninginn.

Björn Bjarki Þorsteinsson bættist í hóp fundarmanna, símleiðis.

Einnig var lögð fram og kynnt endurskoðunarskýrsla ársins 2010.

Umræður.

Reikningurinn borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður af stjórn.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:10.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

 Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.