Fundargerð stjórnar #152

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, föstudaginn 18. mars kl. 09:00 var haldinn 152. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Elín Blöndal, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Einnig sátu fundinn Bjarni Bjarnason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Fundargerð fundar 151 frá 4. mars 2011 lögð fram og staðfest.

2.      Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, kynnti starfsemi og stöðu fyrirtækisins. Umræður.

3.      Fjármögnun OR.  Forstjóri kynnti stöðu mála.

Stjórn samþykkir að fela forstjóra að kanna frekar forsendur áætlunar sem unnið er að og leggja tillögur fyrir stjórn.

4.      Lögð fram og kynnt eftirfarandi tillaga forstjóra um eignasölu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að ganga til samninga í samræmi við hæstu boð í skemmu við Andakílsvirkjun, starfsmannahús við Andakílsvirkjun, Berserkseyri og Berserkseyri ytri, Snæfellsnesi, án jarðhita, sbr. meðfylgjandi greinargerð. Kaupsamningar verði lagðir fyrir stjórn í samræmi við verklýsingu VLF-011.

Samþykkt.

Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að gert verði verðmat á Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og síðan verði hlutur OR í fyrirtækinu seldur ef viðunandi tilboð fæst. Skoðaðar verði mismunandi leiðir til að stuðla að því að OR fái sem mest fyrir hlut sinn í slíku söluferli, t.d. með beinni sölu eða hugsanlegri sameiningu við önnur fyrirtæki. Einnig má skoða hvort rétt sé að selja umræddan hlut í áföngum. Forstjóra er falið að vinna að málinu og kynna verðmat fyrir stjórn áður en sölumeðferð hefst.

Frestað.

Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 22. mars 2011 kl. 8:00.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:10.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Elín Blöndal,

 Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.