Fundargerð stjórnar #150

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, þriðjudaginn 1. mars kl. 09:00 var haldinn 150. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Breyting á stjórn OR. Lögð fram samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur 15.2.2011 um að Brynhildur Davíðsdóttir taki sæti Helgu Jónsdóttur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Formaður lagði til að Aðalsteinn Leifsson yrði kjörinn varaformaður stjórnar í stað Helgu Jónsdóttur. Samþykkt.

2.      Aðgerðir í fjármögnun OR. Forstjóri lagði fram og kynnti minnisblað forstjóra, dags. 1. mars 2011. Einnig lagt fram minnisblað áhættustýringarhóps Reykjavíkurborgar, dags. 23. febrúar 2011. Umræður.

Svanbjörn Thoroddsen og Magnús Erlendsson frá KPMG komu á fundinn og kynntu bráðabirgðaniðurstöður yfirferðar KPMG á uppfærðri rekstraráætlun OR.

Afgreiðslu frestað og óskað eftir viðbótargreinargerð forstjóra um áhrif tillögunnar. Forstjóri gangist fyrir því að boðað verði til fundar hagsmunaaðila um málið.

3.      Önnur mál.

Prókúruumboð forstjóra. Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fella úr gildi prókúru Helga Þórs Ingasonar og að prókúruhafar fyrirtækisins verði Bjarni Bjarnason, forstjóri og Ingi Jóhannes Erlingsson, framkvæmdastjóri fjármála. Er ritara falið að tilkynna breytingar til firmaskrár.

Samþykkt.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:00.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

 Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.