Fundargerð stjórnar #148

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, föstudaginn 4. febrúar kl. 09:00 var haldinn 148. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn stöðvarstjórahúsi í Elliðaárdal.

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Fundarritari var Haraldur Flosi Tryggvason.

Þetta gerðist:

1.      Ráðning forstjóra. Umsækjendur sem valnefnd tilnefndi komu til viðtals við stjórn. Umræður.

Klukkan 12:00 var fundi frestað til laugardagsins 5. febrúar 2011.

Klukkan 8:30 laugardaginn 5. febrúar 2011 var fundur settur á nýjan leik. Valnefnd gerði grein fyrir vinnu sinni og svaraði spurningum stjórnarmanna.

Kjartan Magnússon óskar bókað:

Undirritaður ítrekar alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli vegna framtíðarforstjóra fyrirtækisins og er í þeim efnum vísað til bókunar og greinargerðar, sem lagðar voru fram á stjórnarfundi 24. janúar sl. Undirritaður skorar á meirihluta stjórnar að endurskoða afstöðu sína til tillögu, sem lögð var fram á stjórnarfundi 21. janúar sl., þar sem lagt var til að óháð ráðningarfyrirtæki verði fengið til að leggja mat á hæfni umsækjenda um starfið og að unnið verði úr umsóknum í nánu samstarfi við stjórn fyrirtækisins. Áhersla verði lögð á að hraða þessari vinnu eins og kostur er en tryggja um leið vönduð vinnubrögð. Rétt er að minna á að í borgarráði er til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að fara yfir umrætt ráðningarferli og gefa álit sitt á því hvort það samræmist góðum stjórnarháttum.

Næsti fundur ákveðinn kl. 13:15 mánudaginn 7. febrúar 2011.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 09:40.

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson,

 Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.