Fundargerð stjórnar #147

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, mánudaginn 31. janúar kl. 13:00 var haldinn 147. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sátu fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, frá 28. janúar sl.

Samþykkt og undirrituð.

  1. Lögð fram og kynnt könnun PwC á mótaðilaáhættu Norðuráls Helguvíkur ehf. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi kynnti helstu niðurstöður og svaraði spurningum.

Einnig lögð fram og kynnt lögfræðileg könnun Landslaga á mótaðilaáhættu, dags. 31. janúar 2011. Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. og Viðar Lúðvíksson, hrl.,  kynntu helstu niðurstöður og svöruðu spurningum.   

  1. Lagt fram og kynnt lögfræðiálit BBA//Legal, dags. 29. janúar 2011, um samninga Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur. Einar Baldvin Árnason, hdl., kynnti helstu niðurstöður og svaraði spurningum.                                  
  2. Lögð fram og kynnt ákvarðanagreining Analytica á samningum við Norðurál-Helguvík og Hverahlíðarvirkjun. Höskuldur Hlynsson kynnti.                           
  3. Lögð fram og kynnt samantekt KPMG um fjárhagsleg áhrif sviðsmynda vegna Hverahlíðarvirkjunar, dags. 31. janúar 2011. Svanbjörn Thoroddsen og Gunnar Tryggvason, af fyrirtækjasviði KPMG, kynntu og svöruðu spurningum.                   

6.      Lögð fram tillaga forstjóra um eignasölu. Tillögunni fylgir greinargerð. Tillagan samþykkt samhljóða, svo breytt, með fyrirvara um endanlega afstöðu, enda verði fullnaðarákvörðun um sölu tekin af stjórn.

1.   Að heimila forstjóra að hefja strax söluferli vegna eigna í flokki 1, þar sem sala á þessum eignum snertir ekki kjarnastarfsemi OR. 

2.   Að fela forstjóra að ganga til viðræðna við Reykjavíkurborg um möguleg kaup á eignum í flokki 2.

3.   Að fela forstjóra að kanna möguleika á sölu eigna í flokki 3, sem eru í fullri notkun hjá OR en hægt væri að selja frá fyrirtækinu.                  

7.      Önnur mál.    

Forstjóri lagði fram lokaskýrslu hæfnisnefndar vegna ráðningar forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.          

 

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 17:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

 Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.