Fundargerð stjórnar #144

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, föstudaginn 21. janúar kl. 9:10 var haldinn 144. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sátu fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri fjármála, Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri virkjana, Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi, Jóhannes Karl Sveinsson hrl. frá Landslögum og Vignir Rafn Gíslason lögg. endurskoðandi frá PWC.

 

 

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, frá 10. janúar sl.

Samþykkt og undirrituð.

 

2.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 21. þ.m. varðandi samkomulag við Jarðboranir, lagt fram á fundi stjórnar 10.1.2011:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir framlagt samkomulag Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf., sem undirritað var með fyrirvara um samþykki stjórnar þann 30. desember 2010.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt.

 

  1. Orkusala og orkuöflun - málsmeðferð.

 

Lögð fram tillaga forstjóra, sett fram í flæðiriti dags. 20.1.2011, að ákvörðunarferli vegna orkusölu og orkuöflunar.

Jafnframt lagt fram minnisblað KPMG dags. 20.1.2011 um tillöguna.

 

Kjartan Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:20.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson tók sæti á fundinum kl. 9:25.

 

Tillaga forstjóra samþykkt og stjórn bókar:

Sú ákvörðun sem hér um ræðir er af þeirri stærðargráðu að eigendur og sveitarstjórnir verða að koma að henni á einhverjum tímapunkti. Það er sameiginlegur skilningur stjórnar að svo muni verða þótt það komi ekki fram í tillögunni.

  1. Orkusala og orkuöflun.

Lagðar fram tillögur forstjóra um orkusölu, dags. 21.1.2011, ásamt greinargerð.

Jafnframt lagt fram samantektarblað greinargerðarinnar og minnisatriði PWC dags. 19.1.2011. Einnig var vísað til greinargerðar Landslaga sem lögð var fram á fundi stjórnar OR 16.8.2010.

 

Jóhannes Karl gerði grein fyrir gögnunum, gangi viðræðna frá því mál voru rædd í stjórn 19.11.2010 og svaraði fyrirspurnum.

 

Afgreiðslu tillagna forstjóra frestað, sbr. ákvörðunarferli sem ákveðið var.

 

5.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 19. þ.m. um sölu á geymsluhúsnæði við Austurbæjarskóla.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að færa geymsluhúsnæði fyrirtækisins á lóð Austurbæjarskóla á lista yfir eignir til sölu, sbr. samþykkt stjórnar á verklagi þar að lútandi 5.11.2010, þó þannig að Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að húsnæðinu.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt.

 

Jakob Sigurður Friðriksson, Anna Skúladóttir, Jóhannes Karl Sveinsson
 og Vignir Rafn Gíslason viku af fundi.

 

  1. Kjartan Magnússon lagði fram svofellda tillögu:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gerir alvarlega athugasemdir við ráðningarferli vegna framtíðarforstjóra fyrirtækisins. Lagt er til að óháð ráðningarfyrirtæki verði fengið til að leggja mat á hæfni umsækjenda um starfið og að unnið verði úr umsóknum í nánu samstarfi við stjórn fyrirtækisins. Áhersla skal lögð á að hraða þessari vinnu eins og kostur er en tryggja um leið vönduð vinnubrögð.

            Umræðu og afgreiðslu frestað.

  1. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda dags. 20. þ.m. varðandi skuldabréf Magma.

Umræðu frestað.

 

8.      Lagt fram yfirlit forstjóra dags. 19. þ.m. varðandi framvindu og stöðu nokkurra verkefna ásamt minnisblaði vegna frumvarps til breytinga á orkulögum.

Umræðu frestað.

 

  1. Lagt fram minnisblað samráðshóps um sumarvinnu dags. 17.11.2010.

Umræðu frestað.

 

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 24.1.2011 kl. 20:00.

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 11:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.