Fundargerð stjórnar #143

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2011, mánudaginn 10. janúar kl. 16:00 var haldinn 143. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, frá 15. desember sl.

Samþykkt.

 

2.      Lagt fram samkomulag við Jarðboranir dags. 30. desember sl.

Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. og Helgi Leifsson kynntu efni samkomulagsins.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

 

3.      Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 7. janúar sl.:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að rifta samningi fyrirtækisins og Sveitarfélagsins Álftaness frá 25. janúar 2007 um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitu Álftaness, vegna verulegra vanefnda sveitarfélagsins á greiðslum til OR skv. samningnum.

 

Tillögunni fylgir greinargerð.

 

Ennfremur lagt fram samantekt yfir tekjur og kostnað Orkuveitunnar vegna fráveitu á Álftanesi.  Þá var lagt fram minnisblað Grant Thornton endurskoðunar um yfirferð á kaupsamningi við Orkuveitu vegna fráveitu, ódagsett.

 

Páll Erland, framkvæmdastjóri veitna kynnti málið og svaraði spurningum.

 

Tillaga forstjóra samþykkt samhljóða.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 4. janúar sl.:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fela Jóhannesi Karli Sveinssyni, hrl., að gera lögfræðilega greiningu á efni samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur ehf. og PWC að gera fjárhagslega greiningu á Norðuráli Helguvík ehf. og móðurfyrirtæki þess, í samræmi við samþykkt rýnihóps stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 7. október 2010.

Samþykkt.

 

  1. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda dags. 5. janúar sl. varðandi rekstrarúttekt stjórnenda frá 2010 og tillaga um að fela innri endurskoðanda að ljúka starfi rýnihóps sem skipaður var fulltrúum eigenda til að rýna rekstrarúttektina.

Samþykkt.

 

6.      Samráðshópur um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur.  Lögð fram svohljóðandi tillaga forstjóra:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að heimila forstjóra að óska tilnefningar eigenda í samráðshóp um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Einnig lögð fram drög að erindisbréfi fyrir samráðshóp um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt með þeirri breytingu að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eigi tvo fulltrúa í hópnum, Harald Flosa Tryggvason og Kjartan Magnússon.

 

  1. Lagt fram minnisblað samráðshóps um sumarvinnu dags. 17.11.2010.

Tekið af dagskrá.

 

  1. Lagðar fram úttektir innri endurskoðanda.

Tekið af dagskrá.

 

  1. Lögð fram áfangaskýrsla hæfnisnefndar vegna ráðningar í starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. janúar 2011. Elín Smáradóttir og Guðmundur I. Bergþórsson viku af fundi.  

Ásta Bjarnadóttir kynnti efni áfangaskýrslunnar, kynnti stjórn nöfn umsækjenda og niðurstöðu um mat hæfisnefndar á því hvaða umsækjendur verði boðaðir til viðtals.  Vilji stjórnarmenn fá lista yfir umsækjendur afhentan munu þeir snúa sér til ritara hæfisnefndar og kvitta fyrir móttöku hans.

 

  1. Önnur mál:

 

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2011 til formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur varðandi nýtingu spennistöðvar á lóð Austurbæjarskóla.  Forstjóra falið að skoða málið og gera tillögu til stjórnar.

 
 
Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 19:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.