Fundargerð stjórnar #142

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, miðvikudaginn 15. desember kl. 17:00 var haldinn 142. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, frá 7. desember sl.

Samþykkt.

 

2.      Lögð fram tillaga um innheimtu vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2011.

Samþykkt.

 

Einnig lögð fram tillaga að reiknireglu vegna vatns- og fráveitugjalda.

Samþykkt með 5 atkvæðum.  Kjartan Magnússon situr hjá.

 

3.      Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna lokunargjalda.

Frestað.

 

  1. Lagðar fram úttektir og áætlun innri endurskoðanda.

Guðmundur I. Bergþórsson kynnti verkefnaáætlun 2011-2013. Umræður og ábendingar stjórnarmanna. Samþykkt að ný og endurskoðuð tillaga verði lögð fyrir næsta stjórnarfund.

Guðmundur I. Bergþórsson kynnti minnisblað um ábendingar um innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur frá 3. desember 2010. Umræður.

Samþykkt að innri endurskoðandi hafi heimild til endurmenntunar allt að 40 klst. á ári að jafnaði.  Einnig að farin verði leið 3 varðandi leiðir til að auka afkastagetu deildarinnar, í minnisblaði innri endurskoðanda, sem hefur í för með sér heimild til kaupa á ráðgjafarþjónustu fyrir allt að 6 milljón kr. á ári.

Innri endurskoðandi kynnti álit á hagræðingaraðgerðum stjórnenda frá 3. desember 2010.

Umfjöllun innri endurskoðanda um önnur framlögð álit frestað til næsta fundar.

 

  1. Upplýsingar frá forstjóra um stöðu fjármögnunar o.fl.  

Frestað.

 

  1. Önnur mál.

 

 

Sóley Tómasdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fela forstjóra að undirbúa kynningarátak á orkusparnaðarráðum. Ráðin verði í það minnsta sett fram með skýrum og áberandi hætti á forsíðu á vef fyrirtækisins en aðrir möguleikar verði kynntir fyrir stjórn á næsta fundi.“

 

Samþykkt.

 

Lögð fram tillaga forstjóra, dags. 15. 12. 2010 um samþykkt heimildar vegna rekstrarlánasamnings við Íslandsbanka hf. Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt.

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 19:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.