Fundargerð stjórnar #141

 

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, þriðjudaginn 7. desember kl. 9:00 var haldinn 141. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, frá 19. nóvember sl.

Samþykkt.

 

2.      Lagt fram minnisblað forstjóra til stjórnar, dags. 6.12.2010.  Forstjóri kynnti efni minnisblaðsins.  Umræður.

 

3.      Ráðningarferli fyrir framtíðar forstjóra.

Lögð fram drög að starfslýsingu, auglýsingu og vinnuferli fyrir störf hæfnisnefndar.

Ásta Bjarnadóttir fylgdi þessum gögnum úr hlaði og skýrði hugmyndir starfshóps um ráðningarferli.  Umræður.

Samþykkt að auglýsing verði send stjórnarmönnum til samþykktar.

 

Stjórn samþykkir að við ákvörðun um laun nýs forstjóra verði tekið mið af ákvörðun kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkjunar og að launaskipan í fyrirtækinu verði í samræmi við það.

 

Lagðar fram ábendingar starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur til stjórnar og eigenda, dags. 6. desember 2010.  Arndís Ósk Ólafsdóttir, Eyþór Fannar Valgeirsson og Hildur Ingvarsdóttir, starfsmenn OR komu á fundinn og kynntu ábendingarnar.

  1. Innheimta vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2011.

Tekið af dagskrá.

  1. Úttektir innri endurskoðanda.

Tekið af dagskrá.

  1. Sumarstörf.

Tekið af dagskrá.

 
Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 11:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.