Fundargerð stjórnar #140

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, föstudaginn 19. nóvember kl. 11:15 var haldinn 140. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Guðmundur Þór Reynaldsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri fjármála og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Lagðar fram til samþykktar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. október og 5. nóvember sl.

Samþykkt.

 

2.      Lagður fram árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur, samstæðu 1. janúar til 30. september 2010. Hlynur Sigurðsson og Auðunn Guðjónsson, endurskoðendur frá KPMG, komu á fundinn ásamt Rannveigu Tönyu Kristinsdóttur, sviðsstjóra reikningshalds Orkuveitu Reykjavíkur og fóru yfir reikninginn.  Árshlutareikningurinn samþykktur og undirritaður.

 

3.      Jakob S. Friðriksson, framkvæmdastjóri virkjana og sölu Orkuveitu Reykjavíkur og Jóhannes Karl Sveinsson, hrl., fóru yfir stöðu samninga við Norðurál Helguvík ehf.

 

Samþykkt samhljóða að fela samninganefnd þeirri sem unnið hefur að málinu, Jakobi S. Friðrikssyni, Jóhannesi Karli Sveinssyni, Önnu Skúladóttur, Elínu Smáradóttur og Ingólfi Hrólfssyni, að halda samningaviðræðum áfram.

 

4.      Sviðsmyndir varðandi fjárfestingar.

Anna Skúladóttir, Baldur Stefánsson og Bjarni Þórður Bjarnason frá Arctica Finance, kynntu valkosti við fjármögnun nýrra verkefna.  Umræður.

 

5.      Ráðningarferli fyrir framtíðar forstjóra. Fyrir liggur minnisblað, dags. 15. október 2010 um ráðningarferlið. Umræður.  Lagt til að Dr. Ástu Bjarnadóttur og Dr. Helga Þór Ingasyni verði falið að leggja tillögu að starfslýsingu og auglýsingu fyrir stjórn. Samþykkt samhljóða. Kjartan Magnússon sat hjá.

 

6.      Lögð fram samantekt Elínar Smáradóttur dags. 19.11.2010 um fundarritun í félögum og sveitarstjórnum.

 

7.      Lagt fram minnisblað varðandi um sumarvinnu dags. 17.11.2010.

 

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 15:40.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,

 Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðmundur Þór Reynaldsson,

Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.