Fundargerð stjórnar #136

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, föstudaginn 15. október kl. 14:30 var haldinn 136. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. október sl.

Samþykkt.

 

 1. Umræður um starfsáætlun stjórnar.

Lögð fram tillaga stjórnarformanns um markmið stjórnar fyrir 4. ársfjórðung 2010.

Rætt um fasta fundartíma stjórnar og ákveðið að þeir verði 1. og 3. föstudag í hverjum mánuði kl. 11:15.

 1. Farice.  Afsal hlutabréfa.

Samþykkt að fá gögn um stöðu málsins fyrir næsta fund.

 1. Samningar við Norðurál.  Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur frá 132. fundi.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fela stjórnarformanni og forstjóra að leita eftir viðræðum við Norðurál um þær viljayfirlýsingar og raforkusamninga sem fyrirliggjandi eru með verðhækkun í huga.

Ennfremur óskar stjórn upplýsinga um afdrif samþykktar stjórnar frá 12. maí sl. varðandi samþykki Norðuráls fyrir því að orkuverð verði gert opinbert.

 1. Erindi Skíðaskálans í Hveradölum, dags. 23. júlí 2010, lagt fram ásamt tillögu forstjóra að svari, dags. 21. september 2010.

Samþykkt.

 1. Ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9.04.2010, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Ályktunin kynnt.  Samþykkt að fela forstjóra að taka þátt í því samstarfi sem um er fjallað í ályktun SR, ef af verður.

 1. Lögfræðileg greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl. um orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál Helguvík ehf. lögð fram.

Stjórnarformaður gerði grein fyrir stöðu mála er varða raforkusölu til stóriðju.  Hann kynnti beiðni rýnihóps vegna rekstrarúttektar um áhættugreiningu á mögulegum samningsaðilum og að hann hefur falið innri endurskoðanda afgreiðslu málsins. Umræðu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum frá forstjóra um stöðu málsins og mögulegar sviðsmyndir eins fljótt og auðið er.

 1. Stjórnir dótturfélaga.

Lögð fram fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. október 2010.  Í samræmi við ákvörðun eigendafundar gerði forstjóri tillögu um skipan stjórnar REI. Umræður um skipan stjórna dótturfélaga.

 

Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:

 

Lagt er til að skipaðir verði fulltrúar í stjórn dótturfélaga á grundvelli stefnumótunar, sem átti sér stað á vettvangi borgarstjórnar, REI og Orkuveitunnar á síðasta kjörtímabili og samþykkt var af fulltrúum allra flokka, þ.e. að tryggð verði aðkoma kjörinna fulltrúa að stjórnum dótturfélaga.

Tillagan borin undir atkvæði og hún felld með 4 atkvæðum gegn 2.

 

Stjórnarformaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

Í samræmi við ákvörðun eigendafundar 7. október sl. hefur forstjóri kynnt stjórn OR tillögu sína um skipan stjórnar REI.  Fallist er á hana.  Boðað skal til hluthafafundar svo fljótt sem auðið er þar sem stjórnarskipti fari fram.  Gert er ráð fyrir að um tímabundna skipan sé að ræða þar til niðurstaða eigendanefndar liggur fyrir.

Samþykkt með 4 atkvæðum.  Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sátu hjá.

 

9.      Minnisblað forstjóra um hagræðingaraðgerðir.

Lagt fram minnisblað forstjóra um hagræðingu, dags. 13.10.2010, auk greinargerðar til trúnaðarmanna, fulltrúa starfsmanna o.fl. hjá OR, auk tölulegra upplýsinga.  Forstjóri gerði grein fyrir tillögum um hagræðingaraðgerðir og stöðu undirbúnings.  Tillögurnar ræddar.

Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson og Sóley Tómasdóttir þakka stjórnendum fyrirtækisins fyrir þá alúð sem lögð hefur verið við undirbúning þeirra sársaukafullu aðgerða í starfsmannamálum sem virðast óumflýjanlegar.  Þau lýsa ánægju með hversu rík rækt hefur verið lögð við þær áherslur, sem stjórn hefur lagt til grundvallar; sanngirni, jafnrétti og önnur málefnaleg og samfélagsleg sjónarmið, um leið og staðinn er vörður um kjarnaþjónustu OR og skipulag starfseminnar einfaldað.  Þá er með afgerandi hætti komið til móts við þá ósk stjórnar að gripið verði til mildandi mótvægisaðgerða. Stuðningi er lýst við forstjóra og samhygð með starfsfólki við þessar erfiðu aðstæður.

 

Kjartan Magnússon óskar bókað:

Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum fækkað starfsfólki verulega án þess að gripið hafi verið til hópuppsagna, t.d. með sérstökum eftirlaunasamningum, 10% skerðingu á starfshlutfalli, og tilboði um starfslok til þeirra sem skammt eiga eftir í töku eftirlauna. Að undanförnu hafa slíkar hugmyndir verið ræddar á stjórnarfundum og vel heppnuð dæmi úr atvinnulífinu verið nefnd í því sambandi. Ég harma að meirihluti stjórnar skuli ekki vilja skoða slík úrræði til þrautar. Óskað er eindregið eftir því að stjórnendur skoði af alvöru slíkar aðgerðir í því skyni að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir eða að minnsta kosti lágmarka fjölda þeirra starfsmanna, sem til stendur að segja upp.

 1. Starfslýsing fyrir framtíðar forstjóra og tillaga að ráðningarferli.  Lagt fram minnisblað um ráðningu forstjóra, uppfært 15. október 2010.

11.  Tillaga forstjóra um aðlögun þjónustugjalda að raunkostnaði, sbr. samþykkt stjórnar 27.8.2010 og umræður á fundi þann 8.10.2010.

Tekið af dagskrá.

 

12.  Tillaga forstjóra um innheimtu aukafráveitugjalds.

Tekið af dagskrá.

 

 

 1. Sala eigna
  1. Verklýsing
  2. Tillaga forstjóra, sbr. samþykkt stjórnar 27.8.2010.

Tekið af dagskrá.

 1. Minnisblöð innri endurskoðanda.

Tekið af dagskrá.

 

 1. Starfsreglur stjórnar. Umsögn forstjóra.

Tekið af dagskrá.

 

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 22. október n.k. kl. 14:00 -16:00.

 
Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 17:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson,

Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.