Fundargerð stjórnar #135

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, föstudaginn 8. október kl. 9:00 var haldinn 135. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. september sl.

 

 1. Starfslýsing fyrir framtíðar forstjóra og tillaga að ráðningarferli.  Minnisblað, dags. 20.09. 2010 lagt fram.  Óskað eftir minnisblaði frá forstjóra um heimild til nafnleyndar umsækjenda og annað er varðar lagalega hlið ráðningar forstjóra.  Tillagan rædd og fram kom vilji til að stytta ráðningarferli.  

Umræðu frestað.

 

3.      Tillaga forstjóra um aðlögun þjónustugjalda að raunkostnaði, sbr. samþykkt stjórnar 27.08.2010.  Forstjóri kynnti tillöguna.  Forstjóri kynnti tillöguna, ásamt Páli Erland, framkvæmdastjóri Veitna.  Umræður um tillöguna.  Óskað eftir frekari greinargerð um áhrif hækkana og tillögum um dreifingu þeirra.  Tillaga um tilkynningar- og greiðslugjald samþykkt með 5 atkvæðum.  

Kjartan Magnússon situr hjá og óskar bókað:

 

Undirritaður fellst á að rétt sé að lækka gjald vegna greiðsluseðla í 168 krónur auk virðisaukaskatts enda er með þeirri aðgerð verið að tryggja að fyrirtækið hafi ekki tekjur umfram kostnað vegna þess greiðslumáta.  Á sínum tíma var gjaldtaka vegna greiðsluseðla réttlætt með því, að þannig væri unnt að draga úr kostnaðarsömum bréfasendingum til viðskiptavina um hver mánaðamót en hvatt til pappírslausrar greiðslumiðlunar í þágu umhverfissjónarmiða, án aukakostnaðar fyrir viðskipta-vini.  Hins vegar er undirritaður andvígur því að sérstakt tilkynningar- og greiðslugjald verði nú lagt á pappírslaus viðskipti eins og netreikninga, beingreiðslur, viðskiptafærslur og SPAN-greiðsluþjónustu.  Kostnaður fyrirtækisins vegna slíkrar greiðslumiðlunar, þar sem pappír og póstburðargjöld koma ekki við sögu, hefur hingað til verið innifalinn í notendagjöldum og er óviðunandi að honum sé velt yfir á viðskiptavini Orkuveitunnar með sérstakri gjaldtöku.

 

4.      Tillaga forstjóra um innheimtu aukafráveitugjalds.  Forstjóri kynnti tillöguna. Afgreiðslu frestað og óskað upplýsinga um hvort önnur sveitarfélög innheimti aukafráveitugjald og hvaða fyrirtæki komi til með að greiða gjaldið.  Einnig að tekin verði saman sjónarmið hagsmunaaðila sem fram komu við undirbúning frumvarps til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitu.

Kjartan Magnússon óskar bókað:

 

Undirritaður óskar eftir að leitað verði eftir umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins vegna umræddrar tillögu áður en hún verður tekin til afgreiðslu stjórnar.

 

5.       Minnisblað forstjóra um hagræðingaraðgerðir.  Forstjóri kynnti minnisblað, dags. 7. 10.2010 og Óskar Norðmann, hdl. kynnti minnisblað sitt, dag. 7. 10. 2010. Fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir ræddar.

Stjórn samþykkti eftirfarandi bókun:

 

Stjórn OR er ljós alvara þeirra aðgerða sem lýst er í minnisblaði forstjóra.  Hún áréttar þau sjónarmið sem fram koma í bókun stjórnar um málið 21. 09. 2010 um að kosta kapps um að sanngirni, jafnrétti og önnur málefnaleg og samfélagsleg sjónarmið ráði för um leið og staðinn er vörður um kjarnaþjónustu OR og skipulag starfseminnar einfaldað.  Stjórn  lýsir stuðningi við forstjóra og annað starfsfólk í þeim erfiðu verkefnum sem við blasa.

 1. Stjórnir dótturfélaga.

Tekið af dagskrá.

 1. Sala eigna
  1. Verklýsing
  2. Tillaga forstjóra, sbr. samþykkt stjórnar 27.8.2010.

Tekið af dagskrá.

 1. Minnisblöð innri endurskoðanda.

Tekið af dagskrá.

 1. Farice.  Afsal hlutabréfa.

Tekið af dagskrá.

 1. Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur
  1. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur um að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fari þess á leit við Alþingi að fyrirhugaðri uppskiptingu fyrirtækisins verði frestað þar til ný eða breytt lög hafa tekið gildi.

b.      Lagt fram erindi eigendanefndar OR til iðnaðarráðherra, dags. 6. september 2010

Sóley Tómasdóttir óskar bókað:

Þar sem eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur þegar sent erindi til iðnaðarráðherra í samræmi við tillögu undirritaðrar er ekki ástæða til að aðhafast frekar af hálfu stjórnar að sinni.

 1. Samningar við Norðurál. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur frá 132. fundi.

Tekið af dagskrá.

 1. Starfslýsing fyrir framtíðar forstjóra og tillaga að ráðningarferli.

Tekið af dagskrá.

 

 1. Starfsreglur stjórnar.  Umsögn forstjóra.

Tekið af dagskrá.

 1. Ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9.04.2010, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Tekið af dagskrá.

 1. Erindi Skíðaskálans í Hveradölum, dags. 23. júlí 2010, ásamt tillögu forstjóra að svari, dags. 21. september 2010.

Tekið af dagskrá.

 

 1. Lögfræðileg greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl. um orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál Helguvík ehf.

Tekið af dagskrá.

 

Næsti fundur ákveðinn, föstudaginn 15. október n.k. kl. 14:00 -16:00.

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 11:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Björn Bjarki Þorsteinsson, Brynhildur Davíðsdóttir,

Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.