Fundargerð stjórnar #134

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, þriðjudaginn 28. september kl. 9:00 var haldinn 134. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðmundur Þór Reynaldsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sátu fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri fjármála og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 

1.      Lögð fram til samþykktar fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. september sl.

Samþykkt.

 

2.      Lögð fram Áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur, drög dags. 23.09.2010, ásamt greinargerð. Álit Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., dags. 20.09.2010 um gjaldfellingarákvæði í lánasamningum Orkuveitu Reykjavíkur einnig lagt fram.

Ingvi Harðarson og Höskuldur Hlynsson frá Analytica áhættu og fjárfestingaráðgjöf, fóru yfir skýringar á erlendri lántöku og samanburð við innlenda fjármögnun.

Ingi Jóhannes Erlingsson, sviðsstjóri fjár- og áhættustýringar Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti drög að áhættustefnu. Umræður um áhættustýringu almennt og um fyrirliggjandi drög.

Innri endurskoðandi lagði fram minnisblað sitt frá í mars 2010 um skuldastýringu.

Anna Skúladóttir lagði fram og kynnti framkvæmdaáætlun um nýjar lántökur.

 

Stjórn samþykkti að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjóra fjármála að áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur verði unnin áfram og að stjórnmálaáhætta verði metin sem hluti áhættustefnu.

 

Kjartan Magnússon óskar bókað:

„Eðlilegt er að meginmarkmið áhættustefnu OR sé að fjárhagsleg afkoma fyrirtækisins sé ekki rýrð vegna áfalla eða óvissu sem hægt er að komast hjá. Það er skoðun undirritaðs að vart sé um að ræða heildstæða áhættustefnu Orkuveitunnar nema í henni sé fjallað sé um mikilvæga áhættuþætti eins og rekstrarlega, stefnumótandi eða stjórnmálalega áhættu.“

 

 1. Lögð fram tillaga forstjóra dags. 26.09.2010 um breytingu á stjórnum dótturfélaga.

Umræður um tillöguna. Samþykkt að boða til eigendafundar og óska eftir stefnu eigenda um skipan stjórna dótturfélaga.

 

4.      Lögð fram tillaga að verklagsreglu um sölu eigna Orkuveitu Reykjavíkur, sem gert er ráð fyrir að verði hluti rekstrarhandbókar.  Forstjóri kynnti tillöguna og stjórnarmenn ræddu hana.

 

Einnig lögð fram tillaga forstjóra um eignasölu, dags. 17. 9. 2010, sbr. samþykkt stjórnar 27.8.2010.

Frestað.

 

 1. Farice.  Afsal hlutabréfa.

Frestað.

 

 1. Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur
  1. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur um að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fari þess á leit við Alþingi að fyrirhugaðri uppskiptingu fyrirtækisins verði frestað þar til ný eða breytt lög hafa tekið gildi.

b.      Lagt fram erindi eigendanefndar OR til iðnaðarráðherra, dags. 6. september 2010

Frestað.

 1. Samningar við Norðurál. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur frá 132. fundi.

Frestað.

 1. Starfslýsing fyrir framtíðar forstjóra og tillaga að ráðningarferli.

Frestað.

 

 1. Starfsreglur stjórnar.  Umsögn forstjóra.

Frestað.

 1. Ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9.04.2010, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Frestað.

 1. Erindi Skíðaskálans í Hveradölum, dags. 23. júlí 2010, ásamt tillögu forstjóra að svari, dags. 21. september 2010.

Frestað.

 1. Lögfræðileg greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl. um orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál Helguvík ehf.

Frestað.

 1. Önnur mál.

Sóley Tómasdóttir og Kjartan Magnússon óska bókað:

 „Óskað er eftir minnisblaði um áætlaðan og sundurliðaðan kostnað við þær breytingar sem hafa átt sér stað sem og þær sem eru fyrirhugaðar, þ.m.t. aukin laun stjórnarformanns, kostnað vegna forstjóraskipta og kostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafar.  Þá er óskað eftir upplýsingum um fjölda nýrra ráðgjafa og umfang þeirra starfa.  Jafnframt er óskað eftir áliti innri endurskoðanda á því hvort eðlilegt sé að fyrirtæki sem sér um ytri endurskoðun fyrirtækisins veiti á sama tíma rekstrarráðgjöf.“

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 12:30.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðmundur Þór Reynaldsson,

Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.